Hér er listi Hvíta hússins yfir hinar "viljugu þjóðir"

Mikið hefur verið rætt um svokallaðan lista yfir þær þjóðir sem stutt hafa stríðsaðgerðir í Írak.

Jafnvel hefur gengið svo langt að íslenskir ráðherrar hafi kallað það þvætting að til væri slíkur "listi" og sagt, jafnvel með þjósti og ólund, að það sé ekki hægt að láta fjarlægja sig af einhverjum "ímynduðum" lista.

Jæja, hér er þessi listi og hann er ennþá á vef Hvíta hússins í Washington. Það er kominn tími til að afneita honum ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú jú, hann hefur verið birtur áður. Ég er nú bara að hamra á þessu vegna þeirra hörmunga sem þarna eru. Ég er búinn að lofa sjálfum mér þvi að vera með algera þráhyggju í þessum máli þar til íslensk stjórnvöld bakka út úr þessu ógeði.

Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Ólafur Als

Hér er brugðið upp hlið á þessu máli sem gæti fengið mann til að halda að stjórnvöld hafi alfarið neitað tilveru listans um hinar s.k. viljugu þjóðir. Það er ekki alls kostar rétt því ráðamenn sögðust í upphafi ekki kannast við tilvist slíks lista - öðruvísi en svo að menn könnuðust við og nefndar höfðu verið þessar viljugu þjóðir, enda taldar upp í fjölmiðlum um heim allan. Síðar snerist umræðan um að fjarlægja nafn Íslands af þessum lista, og varð sú umræða heitfengnari en sú fyrri ef ég man rétt, en stjórnvöld voru ekki tilbúin til þess. Sögðust enda engu fá um listann ráðið. Megin röksemdafærsla þeirra var að ekki væri hægt að endurskrifa söguna með þeim hætti og tek ég undir það sjónarmið. Hafi afstaða þjóða eða ráðamanna breyst fær það ekki breytt upphaflegum stuðningi og til lítils að hafa áhrif á að fá einhverjum lista breytt hjá Hvíta húsinu. Menn ættu e.t.v. að setja saman nýjan lista og halda honum til haga annars staðar en þar vestra.

Ólafur Als, 19.3.2007 kl. 20:59

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Haukur,

Ert þú ekki að falsa þetta. Þarf ekki staðfestingu og vottun frá óháðum tölvusérfræðingi ( mæli með Kögun)  að þetta sé rétt hjá þér.

Ég tel að þetta sé enn eitt mikilvæga kosningamálið. Það er gjörsamlega ótækt fyrir okkur Íslendinga að vera á þessum lista. ( og svo ekki sé talað um hvernig við lentum á listanum ).

Birgir Guðjónsson, 19.3.2007 kl. 21:06

4 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Ólafur,

Þessi megin röksemdarfærsla að endurskrifa söguna o.s.f. er og var, rökleysa misvitra pólitíkusa. Það er táknræn aðgerð þjóðar sem er friðar-elskandi að senda formlegt bréf vestur um haf, með ósk um að Ísland verði tekið út af listanum. Nú ef ekki verður farið að ósk Íslands,  þá birtum við það bréf á netinu en alls ekki einhvern nýjan lista sem þú nefndir að kæmi e.t.v til greina.

Birgir Guðjónsson, 19.3.2007 kl. 21:21

5 Smámynd: Ólafur Als

Strákar, við getum ekki endurskrifað söguna. Segi það og skrifa. Ekki hægt að rökræda sig frá því. Hver tekur annars mark á þessum lista lengur? Búið bara til nýjan lista og látið rödd hans óma - upphaf hans gæti m.a. verið bréf vestur um haf sem harmaði upphaflegan stuðning! Hvernig við lentum á listanum var til umfjöllunar í síðustu kosningum en vitanlega er hægt að fara yfir málið í ljósi þeirra hörmunga sem hafa riðið yfir Íraska þjóð síðan. Mikilvægt kosningamál. Held ekki - en hvað veit maður svo sem.

Ólafur Als, 19.3.2007 kl. 21:26

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mig minnir nú að einhverjar þjóðir hafi látið taka sig af þessum lista, man ekki hverjir Spánverjar ef til vill og einhverjir fleiri. Þannig að það er bull að ekki sé hægt að láta taka sig út af listanum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 09:46

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mig minnir að ríkisstjórn El Salvador sé nýverið búin að taka sig formlega af listanum. Davíð Oddsson sagði í DV viðtali að Íslendingum (honum og Dóra) hafi boðist tækifæri til að fá að vera með á listanum og það hefði aldrei komið til greina að láta það tækifæri úr greipum ganga!  Góðu fréttirnar eru þær að meirihluti landsmanna hefur í skoðanakönnunum lýst yfir stuðningi við flokka sem hafa heitið því að láta það verða sitt fyrsta verk að hreinsa nafn Íslendinga af þessum skelfilega lista.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2007 kl. 00:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband