Þetta er dómurinn í stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar

Það var svo sem ekki við öðru að búast. Það er með ólíkindum að ekki skuli vera hægt að sækja til ábyrgðar menn sem eru ábyrgir fyrir stærsta þjófnaðarmál sögunnar og játningar lágu fyrir og þessir menn afsökuðu sig frammi fyrir þjóðinni. Var afsökunarbeiðnin bara talin nægjanleg?

Á sama tíma er öllu afli stjórnvalda á dómskerfinu beitt gagnvart Baugsliðinu með engum árangri. Þar virðist ekkert bitastætt að finna en samt er málum haldið til streitu að því er virðist af tómu hatri og óvild í garð samkeppnisaðila gamla kolkrabbans.

Spilling á Íslandi... held ekki! 


mbl.is Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu þetta er á sama tíma og þeir eru að fínkemba hvert skúmaskot í Baugi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Ólafur Als

"þeir eru að fínkemba hvert skúmaskot í Baugi" - "málum haldið til streitu að því er virðist af tómu hatri og óvild í garð samkeppnisaðila gamla kolkrabbans." - "Á sama tíma er öllu afli stjórnvalda á dómskerfinu beitt gagnvart Baugsliðinu".

Ekki ertu hér Haukur að safna um þig slagorðameisturum og dómsorði götunnar? Getum vid ekki gert betur í þjóðmálaumræðunni?

Ólafur Als, 16.3.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ólafur, þetta eru staðreyndirnar. Það hefur ekkert bitastætt komið út úr rannsókn Baugsmála síðan 2002. Er ekki mál að linni? Ég er hræddur um að okkur hinum þætti nóg um að vera með svona mál á bakinu í 5 ár. Sá tími er eiginlega bara orðin fangelsisdómur útaf fyrir sig! Það ætti líka að duga fyrir þig að lesa bloggið hennar Jónínu til mótvægis.

Haukur Nikulásson, 16.3.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Ólafur Als

Haukur, ég set mig ekki í stellingar gagnvart réttmæti ásakana á hendur Baugi eða samsæriskenninga sem varða Davíð Oddsson, Jón Ásgeirsson eða aðra. Tilheyri ekki einhverju "liði" sem veit eitt og annað um málið sem öðrum er dulið. Skil því ekki yfirlýsingar á borð við: "Á sama tíma er öllu afli stjórnvalda á dómskerfinu beitt ... " eða; "...hatri og óvild í garð samkeppnisaðila gamla kolkrabbans." Hér færirðu getgátur, orðróm og pólitískt níð í stílinn, sem hefur ekkert með staðreyndir ad gera. Ég fæ ekki séð að viðlíka málflutningur geri annað en að grafa undan trausti á dómstóla og lögreglu ásamt því vitanlega að gera út á dómstól götunnar.

Samúð med forsvarsmönnum Baugs er annað mál og verðugt verkefni fyrir fræðimenn að kryfja Baugsmálið til mergjar. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að Baugur hefji gagnsókn, hver veit? Hef þó alltaf fundið að því þegar Jóhannes hótaði lögsókn upp á milljarðatugi sem ríkissjóði yrði gert að greiða, þ.e. mér og þér. Vont er ef svo reynist en fyrst þá gætu menn með vissu sagt að málatilbúnaður hafi verið málum blandinn.

Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að við munum takast á um hin og þessi málin en ekki finnst mér það háleitt pólitískt markmið að gera út á Baugsmálið. Hér er vitanlega vísað til þess að þú ert í forsvari fyrir stjórnmálaafli. Verð þó að bæta því við að ef ábyrgð forstjóranna er ekki nægjanleg gagnvart lögunum er viðbúið að skerpa þarf á lagasetningunni. Hin sannaða sekt þeirra hefði mátt fela í sér refsingu eins og réttlætiskennd okkar allra kallaði á. Læt þetta nægja af þessu máli öllu en hlakka til að taka upp þráðinn í málum sem við höfum reifað eða öðrum sem bíða umtals. Framgangur margra þeirra er mun mikilvægari en að fiska í gruggugu vatni Baugsmálsins.

Ólafur Als, 16.3.2007 kl. 21:56

5 identicon

Mætti benda á að stærsta 'strengjarbrúða' stjórnarflokkana Ólafur Börkur var sá eini sem vildi sakfella þessa menn. Fólk er fljótt að gleyma þegar upplýsingarnar passa ekki inní ævintýraheim þeirra um spillingu, bananalýðveldu og samsæriskenningar.

Hvað baugsmálið varðar er eitt ljóst, hér mun koma færsla um dóm málsins sem verður eitthvað á þennan veg:

-Baugsmenn sekir, pólitískur dómur, saklausir menn dæmdir sekir. Greyið þeir, fórnalömb spillingar, sendum Dabba í fangelsi.

-Baugsmenn saklausir. Málið kostaði ríkið gífurlegar fjárhæðir, skvaldur á almanna fé, hverjir eru ábyrgir? Sendum Dabba í fangelsi.

Gætir sparað þér tíma seinna meir og skrifað baugsfærsluna strax í dag.

Gísli (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 01:55

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ólafur: Ég legg ekki annan dóm á olíusamráðsmálið en út frá því að þeir játuðu þessar syndir sínar frammi fyrir alþjóð. Fyrir það tel ég þá eiga refsingu skylda. Þeir höfðu líkllega milljarða af þjóðinni með samráði. Þetta er ekki umdeilt held ég.

Ég veit ekki frekar en þú hvort Baugsliðið gerði eitthvað af sér eða ekki. Saksóknurum hefur ekki tekist að fá þá dæmda eftir 5 ára eltingarleik og það er staðreynd sem ekki verður neitað.

Gísli: Það eru nokkar niðurstöður líklegar og að sjálfsögðu verða menn ósammála um niðurstöður dómstóla, sama á hvaða veg þær verða. Dómarar eru bara mennskir og ég hef bara trú á þeim sem slíkum. Leikreglur samfélagsins segja okkur hins vegar að þeim beri að hlýða, ef við gerum það ekki fara málin bara í verri farveg og leysast aldrei. 

Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 11:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband