6.3.2007 | 10:27
Dægur- og dekurmál í opinberum rekstri
Mér finnst stundum að stjórnmálamenn missi sig þegar kröfur eru gerðar til þess að ríkissjóður styðji mál sem mér finnast tengjast áhugamálum fólks og óþarfa dekri sem ekki á heima þar.
Ég mun nú væntanlega snerta tilfinningar þeirra sem líta á þessa hugleiðingu sem pólitíska vanhugsun en látum það vera. Þegar um er að ræða takmörkuð fjárráð í samfélagsneyslu þá ber að líta á það að þegar þú ráðstafar fjármagni í eitt mál nýtast þeir peningar ekki í annað. Svo einfalt er það.
Það eru flestir sammála um að kjör aldraðra, öryrkja og fatlaðra séu ekki viðunandi. Einnig má segja að of margir búi hér við fátæktarmörk heldur en ættu að þurfa þess. Fátækum er t.d. hægt að fækka með því að hækka persónuafslátt og veita fólki þannig meira í ráðstöfunarfé. Þá er ótalið allt það fé sem ætti frekar að verja í betri heilbrigðis- og heilsugæsluþjónustu í víðum skilningi.
Hér fyrir neðan eru mál sem ég tel eiga að hafa minni forgang en þau sem ég tel hér að ofan:
- Milljarða fjáraustur til kirkjunnar og annarra trúfélaga. Trúmál eiga að vera einkamál fólks og iðkuð án ríkisframfæris.
- Útbelgd utanríkisþjónusta. Skipun sendiherra og fjölgun sendiráða þegar hægt er að vinna flest nú orðið í gegnum síma, internet og fjarfundabúnað. Utanríkisþjónustan á að fara í gegnum verulega niðurskurð.
- Opinberir styrkir við Ríkisútvarpið.
- Sinfóníuhljómsveit á framfæri landsmanna.
- Styrkir og laun til listamanna. Listamenn sem hafa eitthvað eftirsóknarvert fram að færa lifa einfaldlega af list sinni eða hafa það bara sem áhugamál (eins og undirritaður).
- Niðurgreiðslur og uppihald leikhúsa.
- Jarðgangnagerð þar sem kostnaður nemur allt að 6-8 milljónum á hvern einasta íbúa hins enda þeirra.
- Eftirlaun þingmanna, ráðherra og embættismanna. Sumir þeirra eru á tvöföldum launum vegna klúðurs við samningu eftirlaunafrumvarpsins. Sömu þingmenn halda því fram að ekki sé hægt að breyta þessu af tæknilegum ástæðum.
- Sjálftaka núverandi þingflokka á a.m.k. 1200 milljónum á einu kjörtímabili til að fjármagna eigin rekstur, aðallega kosningaauglýsingar.
- Sóun fjármuna við ofsóknir á hendur Baugsliðinu. Fari það mál illa má búast við að ríkissjóður þurfi að greiða ofursektir vegna rangra sakargifta og tjóns sem það hefur valdið.
- Milljarðasóun við byggingu tónlistarhúss.
- Milljarðasóun við byggingu "menningarhúsa" á landsbyggðinni sem engu þjóna.
- Núverandi og fyrirhuguð sóun fjármuna vegna varnarmála og hernaðarbrölts úti í heimi.
- Fjármögnun margra ónauðsynlegra og óhóflegra ferðalaga ráðherra og þingmanna undir yfirskini "nauðsynlegra samskipta".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Hér kemur þú með marga góða punkta Haukur. Að sjálfsögðu á ríkið ekki að eltast við gæluverkefni stjórnmálamanna eins og hundur við skottið á sér. Hinsvegar eru tvö atriði þarna sém mér fyndist þurfa frekari athugunar.
Jarðgangnagerð: Samgöngur á jafn strjálbýlu landi og Íslandi eru gríðarlega mikilvægar. Ef ekki á að enda með því að við hópumst öll á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi umferðarhnútum þá verður náttúrulega að koma á mannsæmandi samgöngum en að sjálfsögðu ekki án umhugsunar. Ég kem úr samfélagi sem er að öllu jöfnu vegasambandslaust 4-5 mánuði á ári við restina af landinu með tilheyrandi afleiðingum fyrir byggðina. Bættar samgöngur eru þjóðhagslega hagkvæmar og ættu því að vera forgangsmál.
Menningarhús á landsbyggðinni: Vil ekki alveg sópa þessari hugmynd af borðinu. Hinsvegar vil ég vita til hvers nákvæmlega á að nota þessi hús, hver á að reka þau osfrv. Menningarhús hljómar vel í eyrum en hverju á það að skila?
Guðmundur Ragnar Björnsson, 6.3.2007 kl. 13:52
Ég er sammála þér varðandi byggð í landinu. Það þarf hins vegar að þétta hana í stærri byggðakjarna svo hún verði viðunandi fyrir íbúana. Það gera allir kröfur til þess að þú hafir heilsugæslu, skóla og fleira. Það er bara svo óhagkvæmt að halda þessu úti á öllum með smástöðum á landinu eins og nú er gert.
Jarðgangnagerð vegna Siglufjarðar er svo dýr að það jaðrar við að bjóða mætti Siglfirðingum, hverjum og einum, 6-8 milljónir og bjóða þeim að byggja t.d. á Ólafsfirði eða Akureyri. Það hlýtur að mega spyrja þeirrar spurningar hversu miklar kröfur getur fólk á mjög afskektum stöðum gert til hinna um samgöngubætur.
Af því þú segist búa úti á landi langar mig að spyrja: Telur þú meiri þörf fyrir elli- og hjúkrunarheimili eða bættari heilsugæslu þar sem þú ert heldur en menningarhús?
Það sem fjármagn sem veitt er í menningarhús verður ekki sett í annað. Um það erum við örugglega sammála.
Haukur Nikulásson, 6.3.2007 kl. 14:49
Ég er borinn og barnfæddur í Árneshrepp á Ströndum en er nú fluttur þaðan enda ekki margt að hverfa að þar fyrir fólk sem hefur aflað sér menntunar. Foreldrar mínir sem búa þar enn hafa ekki kvartað yfir heilsugæslumálum og þjónusta við aldraða er í þokkalegu lagi á Ströndum held ég. Hinsvegar hef ég ekki skilið hugmyndina um Menningarhús eða um hvað það á að snúast. Tel að fjármununum yrði betur varið í samgöngubætur svo að fólk geti átt meiri samgang og skapað sína eigin menningu. Held að fólki finnist ekki alltaf mikið til koma ef flytja á inn menninguna að sunnan.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 6.3.2007 kl. 19:53
Það er ekkert vandamál að búa afskekt ef fólk þarf ekki heislugæslu og er enn í fullu fjöri. Þá gæti maður verið á Hornströndum þess vegna bara með fæði, klæði og húsaskjól. Vandamálin byrja þegar heilsan bilar og ellin kallar á umönnun. Þá þarf annaðhvort að fá þjónustuna á staðinn eða flytja í stærri byggðakjarna.
Ég er sammála þér að það megi vera góðar samgöngur. Spurningin er hins vegar hvort þær þurfi stundum að vera svona "æðislegar" eins og jarðgöng á milli allra fjarða og allra dala. Þegar ekki er hægt að réttlæta þetta vegna kostnaðar og fámennis má alveg staldra við í þeim málum.
Takk fyrir gott innlegg Guðmundur.
Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 07:36
Gleymdi því í upptalningunni hér að ofan að umsókn okkar í öryggisráð sameinuðu þjóðanna kostar einhver hundruð milljóna.
Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 08:30
Sæll Haukur,
ég vil nú byrja á því að segja að þín verður saknað en að öðru leyti gangi þér vel med nýstofnað stjórnmálaafl. Gagnrýni þín á Sjálfstæðisflokkinn er athygliverð og er ég þér sammála í sumu en öðru ekki. Sé þessi gagnrýni sett í samband við listann þinn hér að ofan þá er það mín almenna skoðun að innan Sjálfstæðisflokksins megi finna þær raddir sem einna helst myndu vinna að framgangi hugmynda þinna. Reyndar hefur það verið gert í ýmsum þeim málaflokkum sem þú tæpir á, ss. í menningarmálum, en alla jafnan hefur slíkt verið gagnrýnt heiftarlega - af m.a. jafnaðarmönnum. Menn á borð við Pétur Blöndal, Birgi Ármannson og Sigurð Kára hafa staðið vagtina í sumum þessara málaflokka en alla jafna fengið dræmar undirtektir.
Ég fæ nú reyndar ekki séð hvernig núverandi eða verðandi stjórnvöld fá nokkru um það ráðið hvernig Baugsmálinu svo kallaða vindur fram og illa til fallið að gera að pólitísku þrætuepli þar sem hver samsæriskenningin rekur aðra. Mér finnst ekki mönnum sæmandi að bera uppi sögusagnir og samsæri á opinberum vettvangi sem hafa orðið til í hinum myrkari skúmaskotum mannlegs eðlis.
Hve miklu fé er veitt til þjóðkirkjunnar og annarra trúarfélaga þekki ég ekki en stendur kirkjuskatturinn ekki undir þessum framlögum? Ef svo er ekki má að einhverju leyti rekja það til þess tíma þegar hið opinbera yfirtók eignir kirkjunnar og núverandi fyrirkomulagi var komið á. Hér þarf því að fara yfir málið í heild sinni en um það hefur nú verið ritað og spjallað áður.
Aftur að upptalningu þinni: mætti ég e.t.v. bæta við eftirfarandi;
1. Leggja niður embætti forseta Íslands
2. Leggja niður ýmis ráð hins opinbera, s.s. tóbaks- og áfengisvarnarráð, umferðarráð o.s.frv.
3. Einföldun skattkerfisins, m.a. í tengslum vid almannatryggingarkerfið
4. Er Schengen ekki að kosta offjár án teljandi árangurs ?
5. Fækka þingmönnum og ráðuneytum
6. Setja fram markmið um minnkandi niðurgreiðslur til landbúnaðar samfara að opna frekar fyrir innflutning landbúnaðarafurða
7. Mengandi stóriðja greiði í auknum mæli fyrir gróðurvæðingu landsins
... hér mætti vitanlega halda áfram en megininntak allra þessara tillagna er í anda frjálshyggju, í stað forsjárhyggju, kryddað með almennri skynsemi. Jafnaðarmaður gæti aldrei stigið skrefið svo langt í frjálsræðisátt að hann legði niður forsjá í öllum þeim málaflokkum sem þú telur upp.
Ég hef áður vikið að því að einn helsti styrkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið að frjálshyggjuarmurinn hefur alla jafna átt gott samstarf inn á miðjuna í flokknum og úr hefur orðið sambland af einstaklingshyggju og frjálslyndri, borgaralegri jafnaðarmennsku. Þetta, ásamt mörgum öflugum forystumönnum, hefur skilað flokknum forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum í meira en hálfa öld. Ljótt er ef flokkurinn hefur vikið af þessari braut á síðustu misserum. En hvað sem því líður muntu finna hjá mér og fjölmörgum öðrum Sjálfstæðismönnum stuðning við ýmsar hugmyndir þínar.
Enn og aftur gangi þér vel við að vinna þessum tillögum fylgi.
Ólafur Als, 7.3.2007 kl. 09:56
Sæll Ólafur og takk fyrir fyrirhöfn þína við innleggið. Þetta næstum allt tillögur sem ég gæti tekið undir.
Ég er samt ekki tilbúinn að leggja niður embætti forsetans, enda er sú tillaga bara fýlumál út í persónu embættisins ættað frá Davíð Oddssyni. Þú ættir sjálfur að geta séð í gegnum það. Hins vegar má spyrja sig að því hvort embættið sé ekki á villigötum í óþarfa ferðalögum og öðru útgjalda- og athyglissýkisprjáli.
Þú mátt ekki líta svo á að með brottför minni úr Sjálfstæðisflokknum sé ég ósammála stefnu flokksins í stórum atriðum. Ég er hins vegar ósammála því hvernig forystan framkvæmir hana ekki og vinnur, nánast fyrir opnum tjöldum, fyrir einkavini, auðmenn og kvótakónga. Þeir vinna ekki fyrir venjulegt fólk lengur.
Það að forysta flokksins (Björn Bjarnason, Geir Haarde, Sólveig Pétursdóttir og Gunnlaugur Claessen) skuli hafa misnotað vald sitt sem handhafar forsetavalds til að gera dæmdum sakamanni mögulegt að bjóða sig fram aftur sannfærði mig endanlega um að þeim er EKKI annt um að frambjóðendur flokksins séu FYRIRMYNDIR annarra manna. Þið sem eftir sitjið í flokknum ætlið að sætta ykkur við að siðblindir þjófar séu upphafnir strax á ný, ferskir úr grjótinu!
Ég þekki af eigin raun að vera fórnarlamb siðblindra þjófa og kæri mig ekki um þá inn á Alþingi sem ætti að hýsa helst afbrögð annarra manna og kvenna að siðvendni. Siðblinda hefur ekki verið læknuð svo vitað sé.
Haukur Nikulásson, 7.3.2007 kl. 14:49
Þrennt:
1) Skoðun mín á forsetaembættinu hefur ekkert með DO að gera - ég hef verið þessarar skoðunar mun lengur en sem nemur embættistíð núverandi forseta. Embættisverk ÓRG (sbr. lýsingu þína hér að framan) hafa einungis styrkt þá skoðun mína - en viðhorf mitt er þó aðallega prinsipp mál þar eð ég tel að íslenska lyðveldið hefði á sínum tíma átt að kasta af sér öllum leifum ("hlekkjum") konungsvaldsins. Það hefði verið saga til næsta bæjar.
2) Þó svo að ÁJ hafi ákveðið að bjóða sig fram (í óþökk minni og margra annarra, svo það komi nú fram) fæ ég ekki séð að handhafar forsetavalds hafi misnotað vald sitt - þeim var þetta heimilt skv. lögum. Enn fremur má leiða að því líkum að framboð ÁJ muni ekki styrkja Sjálfstæðisflokkinn, heldur miklu fremur skaða hann. Hér var því ekki um annarleg sjónarmið að ræða sem réttlæta fullyrðingu um misnotkun valds. Í raun er þetta dæmi um mild handtök yfirvaldsins sem mögulega hefði mátt beita fastar, eins og þú hefðir væntanlega kosið.
3) Hugur minn til forystu flokksins er annar en þinn enda tel ég mig hvorki merkilegri né veigaminni en auðmenn, kvótakóngar eða aðrir menn. Málatilbúnaður af þessu tagi er illa til þess fallinn að leiða okkur saman og verður svo að vera.
Að lokum vil ég bara ítreka að vonandi gefast tækifæri til þess að vinna að framgangi þeirra tillagna sem hér hafa séð dagsins ljós og leiddu til þessa spjalls.
Ólafur Als, 7.3.2007 kl. 18:10