Kosningaplakat Sjálfstæðisflokksins (eins og það á að líta út!)

Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn ef þú vilt:

  • Fá dæmda þjófa til ábyrgðarstarfa á Alþingi. (Mannorð skiptir engu máli það eru hvort eð er ALLIR að stela.)
  • Skipta sér af innanríkismálum annarra þjóða helst með hervaldi.
  • Fá erlent ríki til að "selja" okkur "sýnilegar varnir" á uppsprengdu verði.
  • Einkavinavæða Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki í landinu. það hlýtur að vera samfélaginu í "hag".
  • Festa með lögum fiskveiðkvótann hjá útvegsmönnum, þeir hvort eð er "hálf-eiga" hann í dag.
  • Reisa 5 ný álver um land allt sem allra fyrst og sjá svo til með framhaldið.
  • Virkja alla mögulegar vatnsaflsvirkjanir til að gera álverin möguleg.
  • Halda öldruðum í herkví fátæktar og lélegs aðbúnaðar. Þeir eru hvort eð er allir á leið í gröfina!
  • Halda áfram að sjá til þess að fatlaðir og öryrkjar séu áfram fátækir þurfalingar (Hannes Hólmsteinn lofar því að best sé að vera fátækur á Íslandi).
  • Tryggja að aldrei verði skoðað verðsamráð olíufélaga, tryggingarfélaga, fjármálafyrirtækja, ferðaskrifstofa eða neinna fyrirtækja sem einkavinirnir stjórna.
  • Lækka skatta hjá ríkari einstaklingum og fyrirtækjum.
  • Fá alvöru leyniþjónustu og stórar greiningardeildir hjá lögregluembættum. Passa upp á að ekkert úr fortíð flokksins verði gert opinbert.
  • Láta standa vörð um eftirlaunafrumvarpið og tryggja að því verði EKKI breytt.
  • Leyfa stjórnmálaflokkum að "stela" auglýsingakostnaði sínum úr ríkissjóði.
  • Koma í veg fyrir að nýir flokkar nái fótfestu á þingi með því að stýfa þá fjárhagslega með lögum.
  • Beita dómsvaldinu til þess að hylma yfir samráð olíufélaganna en ofsækja Baugsliðið.
  • Leyfa núverandi ráðamönnum að ráðstafa hátt í 500 milljörðum í kosningaloforðin. Það gleyma þessu allir jafnóðum.
Kjóstu Sjálfstæðisflokkinn af því að þú treystir engum öðrum til að gera betur en ofangreindur listi ber með sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að kvitta þetta er svolitið til i þessu og gaman að lesa þetta fyrir Sjálfstæða  Sjalfstæðismenn,ef þeir meiga vera til????? /Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 4.3.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

5 ný álver?  Ég hef bara talið sex sem eru annað hvort risin eða í pípunum?  Nýju álverin sem Sjálfstæðisflokkurinn er að tala fyrir er Húsavík, Helguvík og Þorlákshöfn.  Hvar eru hin tvö?

Eygló Þóra Harðardóttir, 4.3.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Reyðarál og stækkunin í Straumsvík eru ný fyrir mér og fleirum. Hvorugt þeirra eru enn risin.

Haukur Nikulásson, 4.3.2007 kl. 20:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband