Hvort eru kosningatilburðir Framsóknarflokksins broslegir eða hlægilegir?

Manni þykja vægast sagt broslegir tilburðir Framsóknarflokksins á landsþingi sínu þessa daga. Hótun um stjórnarslit vegna stjórnarskrárákvæðis sem ekkert hefur verið unnið með í 12 ára samstarfi hans við Sjálfstæðisflokkinn er allt í einu orðinn ásteitingssteinn tveimur mánuðum fyrir kosningar. Trúverðugt?!

Þetta þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart. Það verða öll brögð notuð til að afla og halda atkvæðum hversu vitlaus sem þau eru. Því neðar sem Framsóknarflokkurinn mælist því örvæntingarfyllri og vitlausari verða tilraunirnar. Nú þegar hafa stjórnarflokkarnir lofað hátt í 500 milljörðum í alls kyns málefni án fjárheimilda og það á eftir að reyna á það hversu glatt þeir fá kjósendur til að trúa því.

Nú hefur einhverjum forystumönnum Frammaranna dottið í hug að þau geti slegið sér upp á því að vera í stjórnarandstöðu á kjördag og vonast til að kjósendur séu með svo lélegt skammtímaminni að þeir séu búnir að gleyma mikilvirkri þátttöku þeirra í einkavinavæðingu og spillingarmálum síðustu stjórnar.

Við eigum sum okkar eftir að halda því vakandi hver afrekaskrá þessa flokks hefur verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Hér finnst mér vera kastað grjóti úr glerhúsi. Eins og allir vita sem eitthvað hafa fylgst með hefur stjórnarskrárbreytingin aðeins verið á dagskrá í 4 ár en ekki 12. Þegar stjórnarskrárnefnd var að ljúka störfum kom í ljós að ákveðnir aðilar í þessu þjóðfélagi hafa ekki áhuga á að slíkt ákvæði líti dagsins ljós og nota því handbendi auðvaldsins, Sjálfstæðisflokkinn, til að leggja stein í götu þess þvert á það sem flokkurinn hafði skuldbundið sig til þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður. Mér finnst vera lykt af þessu að þú sem gamall sjálfstæðismaður finnist að þínum flokk vegið.

Hinsvegar þegar ég leit á stefnuskrá Flokksins sá ég ekki betur en að þú sért hreinræktaður framsóknarmaður því öll þín stefnumál rúmast innan Framsóknarflokksins. Hinsvegar fæ ég ekki með nokkru móti skilið að þú hafir getað látið leiða þig í blindni af sjálfstæðisflokknum í 30 ár. Nær engin þessara mála eru þar uppi á pallborðinu. Ég held að komið sé að sjálfsskoðun hjá þér og að henni lokinni muntu uppgötva að þú ert Framsóknarmaður inn við beinið.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 4.3.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er með bros á vör Guðmundur og takk fyrir innleggið. Það má vel vera að ég sé Framsóknarmaður inn við beinið. Það er held ég ekkert vandamál. Vandamálið er að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn fara eftir stefnuskránum sínum.Því til viðbótar eru þeir fastir í spillingarvef sem engin leið virðist hægt að eyða. Báðir eru samsekir í einkavinavæðingu og misbeitingu á því valdi sem þeim var úthlutað af kjósendum.

Ég hugleiddi alvarlega virka þátttöku í Sjálfstæðisflokknum en komst fljótlega að því að það þjónaði ekki nokkrum tilgangi að taka þátt í að viðhalda flokki sem ætlast til þess að félagarnir þjóni honum en ekki öfugt, hvað þá öðrum kjósendum. 

Mér finnst tímabært, Guðmundur, að þú og fleiri farið að hugsa sjálfstætt út fyrir gömlu spilltu flokksmaskínurnar og taka þátt í nýrri uppbyggingu með það í huga að flokkar séu ekki heilagt fyrirbrigði heldur eigi að vera tæki til góðra verka. Ef flokkarnir eru það ekki mega þeir hverfa mín vegna. Það mun engin sakna spilltra stjórnmálaflokka.

Haukur Nikulásson, 4.3.2007 kl. 11:45

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband