Hamingjustund í Furugerði 1 hjá eldri borgurum

Ég rakst á setningu sem sagði að 80% af því sem skrifað væri í bloggi væri neikvætt. Mér finnst því tilvalið að skrifa á jákvæðari nótum í þetta sinn.

Við Gunnar Antonsson spiluðum og sungum fyrir eldri borgara á Góugleði þeirra í gærkvöldi í Furugerði 1. Við höfum gert það áður og viðtökurnar þarna voru þannig að okkur fannst við vera bara sannkallaðar stjörnur. Þetta eru þakklátustu og vinalegustu áheyrendur sem maður getur hugsað sér.

Tveir eldri herramenn úr hópnum voru búnir að hita upp mannskapinn með frábærum flutningi á bæði söng- og gamanlögum. Þannig var það til að auðvelda okkur að halda síðan bara áfram. Starfsfólkið þarna gerir sannarlega sitt besta til að fólkinu líði sem best. Þarna var bara smitandi gleði.

Fyrir okkur Gunnar var þetta hamingjustund sem við erum mjög þakklátir fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitta og er algerlega sammál þer með að segja eitthvað Jákvætt,ekki veitir af i þessu Þjóðfelagi okkar/ þvi miður gerist ekki nóg af svoleiðis !!!!Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 2.3.2007 kl. 14:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband