Sjálfstæðismenn - Styðjið þið ennþá Íraksstríðið?

Það virðist alveg sama hversu mikið er hamrað á Sjálfstæðismönnum með að bakka út úr stuðningnum við stríðið í Írak það er engu viti komandi fyrir Geir H. Haarde. Blóðbaðið og ógeðið þar er þyngra en tárum taki og á sama tíma sér forsætisráðherran sóma sinn frekar í að fordæma með látum lítinn perrahóp en getur alls ekki séð hvar hann getur í alvöru látið til sín taka. Þetta kallar maður að kunna sannarlega að skilja aukaatriði frá aðalatriðum!

Þessi stuðningur við Íraksstríðið er eitt af mörgum atriðum sem gerir Sjálfstæðisflokkinn ótrúverðugan sem stjórnmálaafl. Þess vegna hætti ég í honum eftir 30 ára dyggan stuðning. 

Nú langar mig að spyrja Sjálfstæðismenn sem þetta sjá: Styðjið þið ennþá Íraksstríðið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sú var tíðin að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn áttu sér áveðnar rætur.  En nú er svipað fyrir þeim komið eins og Bakkabræðrum sem þekktu ekki sína eigin fætur í fótabaðinu.  Þá gerðist það að maður nokkur átti leið hjá og lét hann svipuna dynja á bífum þeirra.  Við skulum vona að kjósendur beiti sinni svipu í vor.

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 19:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband