Heppinn - Já svo sannarlega!

Ég datt inn á bloggsíðu Sigurlínar Magrétar Sigurðardóttur, bloggvinkonu minnar, sem nú situr sem varaþingmaður á Alþingi. Sigurlín var að lýsa reynslu sinni af menningarviðburði sem hún fylgdist með en fór meira og minna ofangarðs og neðan hjá henni vegna heyrnarleysis.

Við þennan lestur uppgötvaði ég hversu heppinn ég væri. Ég hefði heyrn, meira að segja nokkuð góða og gæti notað hana mér til mikillar ánægju við iðkun eins mesta áhugamáls míns sem er tónlist. Þvílík heppni!

Ég áttaði mig líka á því að í vikunni er ég búinn að vera bæði í badminton og dansi sem ég hef mikla ánægju af. Badmintonið hef ég iðkað í rúm 30 ár og er í afburða skemmtilegum félagsskap. Dansinn byrjaði í fyrravetur og er mér líka til mikillar ánægju. Þar kynnist maður einnig mörgu skemmtilegu fólki. Samt er það ekki sjálfgefið að þú getir iðkað þessi áhugamál. Auk heyrnar þarftu sjón, andlegt atgervi og hreyfigetu við hæfi.

En það búa ekki allir við þessi lífsgæði og það þarf að setja sig í spor þess fólks og skilja að það þarf líka að geta iðkað hreyfingu og áhugamál á við aðra. Samfélag jafnaðarmennsku gerir kröfu til þess að við bætum þeirra lífsgæði í þessa átt.

Ég held að okkur sé öllum hollt og staldra aðeins við þegar manni finnast hlutirnir vera á einhvern hátt á móti sér og gleðjast yfir öllu því sem maður þó hefur og eru ekki á allra færi.

7-9-13. - Bank bank (undir borðið!) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einmitt þess vegna sem ég þótti alltaf vænt um að vera með Sigurlín Margréti á fundum hjá Frjálslyndum.  Það kenndi mér svo ótalmargt, og setti mig niður á jörðina.  Það var virkilega þörf og góð ábending að sjá táknmálsfræðingana túlka allt sem fram fór.  Og ég var stolt af mínum flokki og stolt af henni að koma þarna fram og vera svona frábær eins og hún er. Vonandi farnast henni vel í nýjum herbúðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2007 kl. 19:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband