Skrýtnar tengingar við trúarsöguna

Ég varð hugsi yfir þeim orðum biskupsins yfir Íslandi í Kompásþættinum þegar hann talaði um rætur þjóðkirkjunnar og rúmlega 1000 ára afmælis hennar.

Mér varð á að fara aðeins að hugsa um söguna og enduruppgötvaði mér til skelfingar að sögutenging biskupsins sé á alvarlegum villigötum. Raunar svo villtum að maður er eiginlega hálf feiminn að setja þetta á borð.

Okkur hefur verið kennt að kaþólski biskupinn í Skálholti Jón Arason, og synir hans líka, hafi verið afhausaðir árið 1550 að undirlagi upphafsmanna sértrúarsafnaðar hinnar Lútersku að boði Kristjáns III danakonungs. Hvernig getur biskupinn haldið því fram að hér sé þá um eðlilegt framhald þjóðkirkjunnar að ræða? Ef ég man þessa sögu rétt þá voru haldnar bókabrennur og fleira í framhaldinu til að afmá öll merki hins kaþólska siðs. Hér er því kominn hinn rétti stofndagur hinnar íslensku Lútersku þjóðkirkju. Frumherjar Lútersku þjóðkirkjunnar eru af þessum sökum ábyrgir fyrir eyðileggingu menningarverðmæta bara af því að þau tilheyrðu öðrum kristnum sið en þeim sem náði völdum.

Þetta er eins og að byggja hús, rífa það síðan, fordæma, brenna, byggja nýtt og halda síðan afmælisdag gamla horfna hússins hátíðlegan. Hér hefur eitthvað skolast til í tengingunum. Hin ógeðfellda staðreynd er að upphaf hinnar Lútersku þjóðkirkju Íslands er morð á æðsta trúarleiðtoga landsins á þeim tíma sem vann sér það til óhelgis að verja hinn kaþólska sið að boði páfans í Róm. Það hefði því verið frekar við hæfi að halda upp á 450 ára afmæli morðsins á Jóni Arasyni árið 2000. Orðhengislháttur um að haldð hafi verið upp á "kristnitöku" er síðan notað þegar þessar staðreyndir eru gerðar opinberar. Saga kristinna kirkna er nefnilega ötuð alls kyns óþverra í gegnum tíðina, allt fram á þennan dag.

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá tel ég biskup almennt hinn mætasta mann þrátt fyrir þennan skilning hans á sögunni og tregðu við að gera samkynhneigða að jafnréttháum meðlimum samfélagsins. Trúarsöfnuðir hafa veitt mörgum sálum hugarró og hjálp og það skal ekki forsmáð. En það breytir ekki þeirri skoðun minni að aðskilja beri ríki og trúarsöfnuði og þetta verði einkamál hvers einstaklings án opinbers stuðnings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

góður pistill. 

halkatla, 20.2.2007 kl. 08:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 265322

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband