Hvaða flokksgæðing vantar nú vel launaða vinnu?

Alveg er það furðulegt að þegar einhvern flokksgæðinginn vantar vinnu þá er rokið til og eitthvað búið bara til að koma viðkomandi fyrir á góðum launum. Ég hélt að dæmið með Óskar Bergsson hefði verið alveg nóg í bili.

Verkefnisstjóri Skák-akademíu Reykjavíkur!!! Er ykkur alvara með þessu rugli. Við erum að tala um skák sem er afþreying og áhugamál venjulegs fólks og á ekkert erindi inn í opinbera stjórnsýslu. Það er nóg af fólki sem leggur fé og fyrirhöfn í skákina og ég held að flestir sjái að brýnni verkefni geti borgin fundið til að bæta hag íbúanna en þetta.

Fordæmisgildið er það að allir aðrir geti gert jafn réttmæta kröfu um að áhugamálin þeirra séu styrkt úr opinberum sjóðum. Ruglið stoppar greinilega ekkert hérna.


mbl.is Skákakademía Reykjavíkur stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar J. Sandholt

Það er nú svolítið til í þessu hjá þér. Snobbið fyrir skákinni kemst þarna á nýtt og nokkuð ævintýralegt stig...

Óskar J. Sandholt, 15.2.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Svartinaggur

Er ekki hið besta mál að stofna akademíur á vegum Reykjavíkur um öll hugsanleg og óhugsanleg áhugamál? Það yrði ekki ónýtt ef Reykjavík verður orðin að skákhöfðuborg heimsins innan fárra ára. Sjálfur er ég t.d. mikill áhugamaður um Trivial Pursuit og er í alvöru að hugsa um að leggja það til við Villa að stofnuð yrði Trivial-Pursuit-akademía Reykjavíkur og að myndarlegum fjárhæðum yrði varið í það verkefni. Sé ég jafnvel sjálfan mig fyrir mér í því, sem verkefnisstjóri, að gera Reykjavík að Trivial-Pursuit-höfuðborg heimsins innan árs. Þyrfti að ráðast í slíkt verkefni af alvöru og mætti t.d. gera Trivial Pursuit að skyldunámsgrein í grunnskólum landsins. En betur má ef duga skal. Í því sambandi skil ég ekkert í að ráða verkefnisstjóra Skákakademíunnar í einungis í hálft ár í senn. Ef einhver alvara á að vera í þessu kemur ekkert minna en æviráðning til greina.

Svartinaggur, 17.2.2007 kl. 13:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband