9.2.2007 | 12:00
Hvenær þiggurðu of mikið Björn Ingi?
Það er athyglisvert að heyra ofan í Björn Inga Hrafnsson varðandi mál sem ég tel vera (vægt til orða tekið) á mörkum velsæmis og spillingar. Fræg er frammistaða hans í Kastljósi þar sem hann varði eigin þátttöku í hagsmunagæslu Óskar Bergssonar með því að skjóta "þið-eruð-líka-spilltir" skotum á viðmælendur sína.
Varðandi boðsferð Kaupþings til London hafði Björn Ingi þetta að segja í Fréttablaðinu (vonandi rétt eftir honum haft):
"Mér var boðið í þessa ferð en var ekki í opinberum erindagjörðum. Kaupþing er viðskiptabankinn minn og mér var boðið að kynna mér nýjar höfuðstöðvar þessa fyrirtækis. Ég hef oftast tekið því vel þegar fyrirtæki vilja kynna mér starfsemi sína,
"Strax við komuna tóku við fyrirlestrar um starfsemi fyrirtækisins og íslensku útrásina. Þetta var mjög forvitnilegt enda hef ég lengi verið áhugamaður um velgengni íslenskra fyrirtækja erlendis."Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var Björn Ingi eini stjórnmálamaðurinn með í för, aðrir voru kaupsýslumenn í viðskiptum við bankann. Björn Ingi telur ekkert óeðlilegt við það að hann hafi þekkst boð Kaupþings. "Það er auðvitað alltaf umhugsunarefni í hvert sinn hvort þiggja eigi svona ferðir. Ég hef hins vegar margoft kynnt mér starfsemi íslenskra fyrirtækja, bæði hér og erlendis, og þetta var ekkert því frábrugðið."
Hjá okkur öfundsjúkum almúganum vakna þær spurningar hvort Kaupþing bjóði öllum viðskiptavinum sínum svona trakteringar? Var hann á "Saga Class" farrými? Hvernig voru veitingarnar og viðurgjörningurinn? Flott veisla um kvöldið? Skemmtanir? Fékk hann hálsmenn eða armband handa konunni? Var hún kannski sjálf með? Fékk hann ferðadagpeninga hjá Borginni? Skyldi Björn Ingi sitt eigið veski eftir heima? Er hann svo heppinn að þegar hann langar til útlanda að þá sé alltaf einhver tilbúinn að bjóða? (Sbr. margoft)
Nú spyr ég Björn Inga Hrafnsson: Hvað telurðu að þú megir þiggja mikið áður en það kallast spilling?
Ég held að fleiri en ég vilji vita hvar þú telur vera mörk spillingar. Þar sem þú ert duglegur við að lýsa skoðunum þínum á mönnum og málefnum væri gott að vita álit þitt á þessu tiltekna máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Já hún er undarleg "framsóknarréttlætiskenndin" og ákaflega dapurlegt að lesa útskýringar Björns Inga á þessari boðsferð og réttlætingu hans á öluum hinum ferðunum. Þær ferðir hljóta einnig að hafa verið greiddar af einhverjum öðrum en honum sjálfum. Er nema von að þessi flokksómynd eigi undir högg að sækja í dag með svona mannskap innanborðs?
Halldór Egill Guðnason, 9.2.2007 kl. 12:30