6.2.2007 | 08:45
Viljum við láta fullkomna þjófnaðinn á þjóðarauðnum?
Heyrst hefur að forysta Sjálfstæðisflokksins sé búin að lýsa því yfir að "eyða þurfi réttaróvissu um kvótakerfið".
Miðað við fyrri gjörðir þessarar ríkisstjórnar sem nú situr þýðir þetta bara eitt. Það á að færa "sameign þjóðarinnar" þ.e. fiskinn í sjónum lagalega í hendur kvótakónganna til eilífðar. Þar með verður fullkomnaður þjófnaður Íslandssögunnar.
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin ganga erinda Landssambands íslenskra útvegsmanna og hafa engin áform uppi að koma þessari "sameign þjóðarinnar" aftur í hennar hendur, þar sem hún á heima skv. stjórnarskránni. Svo virðist sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi hreinlega "týnt" þessu máli eftir fund með LÍÚ.
Skv. ofansögðu er ljóst að haldi ríkisstjórnin velli, eða ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi stjórn með Samfylkingunni, verði sjávarútvegsauðlindinni endanlega stolið. Við getum bara komið í veg fyrir þetta með því að kjósa ekki þessa flokka í næstu kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér þarna. Það er verið forðast að ræða um þessa hluti og málefnaumræðunni drekkt í innantómu skítkasti um vegaspotta, þúfnabörð og nefskatta. Sundurlyndi stjórnarandstöðunnar og andleysi er eins og einhverskonar death wish. Flokkabrotin eru klofin, ný brot lítilla hagsmunahópa að spretta upp og engin skynjar viðvörunarmerkin. Það er ekki verið að komast að sátt um að berjast fyrir því sem skiptir máli í breiðu samhengi. Samfylkingin er í sæng með okurhringunum og verður það hennar banabiti auk ofangreindra hrókeringa með kvótann. Frjálslyndi hefur týnt markmiðum sínum í ótímabærri kynþáttaumræðu og með að bjóða í raðir sínar flugumanninum og hagsmunapotaranum Jóni Magnússyni. Fólk getur vel verið fífl en það er ekki fávitar. Ég hef skrifað margt um hið stærra samhengi á bloggi mínu og sé á kommentum að ég hef snert á einhverju, sem kraumar undir niðri hjá fólki. Ekkert af því er í málefnaumræðunni. Menn ættu að taka til sín grein Ellerts Schram um sjálfsmorð stjórnarandstöðuflokkanna. Það er holl lesning.
Auðlindir sjávar er aðeins byrjunin. Í loftinu liggur að skáka orkuframleiðslu og dreifingu í hendur auðhringanna og þá er sundurliðun ríkisvaldsins, valdsins okkar, fullkomnuð.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 09:21
Ellert virðist vantrúaður á ný framboð og það má hann að sjálfsögðu. Sagan geymir samt bæði framboð sem hafa gengið upp og gengið miður.
Ég vil sjá EITT öflugt nýtt framboð verða til og þá getum við tekið á því. Kjósendur eru ekki eign gömlu flokkanna og fólki er alveg frjálst að hugsa sinn gang í þessum efnum. Ég tel Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn orðna svo gegnspillta af gömlum vandræðamálum að þeir megi hverfa þess vegna. Flokkar eru bara umgjörð hópa fólks til að hafa áhrif. Það er vont þegar þeim er orðið viðhaldið bara þeirra vegna.
Haukur Nikulásson, 6.2.2007 kl. 10:53
Meðan málefnagrunnurinn og einingin er ekki betri en mér sýnist, þá held ég að fólk sjái ekki ástæður til að breyta atkvæði sínu. Nú er fylgið nánast einvörðungu að flytjast milli þessara flokkabrota, sem í eigin mætti geta litlu breytt um stjórnarmyndun, þegar á hólminn er komið. Ef svo ólíklega vildi til að samsteypustjórn stjórnarandstöðunnar yrði til, þá held ég að viturleegra að samruninn eigi sér stað áður og menn sameinist um málefnin, fletti ofan af skítnum, fyrirtækjafasismanum og komi með umbótatillögur, sem byggja á því sem glatast hefur fyrir tilverknað sjálfstæðis og framsóknar. Þar er af nógu að taka en velja þarf þætti, sem eru grundvallarþættir þessarar hnignunnar.
Enn er aðeins verið að skottast í hálfkæringi um víðerni dægurmála á borð við vegaspotta, þúfnabörð, tilfallandi hneykslismál einstaklinga, útúrsnúninga og blammeringa.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 12:54
Ég vil nú ekki kasta á glæ þessari innflytjendaumræðu, þetta er orðið vandamál og er okkur hollt að leyfa umræðunni að lifa, en á mannúðlegum nótum! Ef þessi umræða er bæld niður vekur það gremju og aukið kynþáttahatur, öfugt við það sem menn eru að halda fram, en það ætti að fara að taka vissa aðila fyrir landráð og stjórnarskrárbrot hérna!
Halldór Fannar Kristjánsson, 6.2.2007 kl. 14:19
Það er að mínu viti sennilegt að margt muni breytast í útgerðarmálum á komandi áratug.
Með breytingum á verðurfari, hlýnandi sjó og tilheyrandi aflabrögðum mun fiskur verða fátíðari á borðum fólks og víða verður hann óætur vegna mengunar, þörunga eða þungmálma, nema að hvort tveggja sé.
Nú þegar eru farnar að heyrast raddir um að veiðistýring þurfi að vera markviss og krafan er um vistvæna umgengni.
Togaratröllinn með stór og kröftug veiðarfæri munu eiga undir högg að sækja.
Ég er ekki tilbúinn að afsala mér rétti mínum til fisksins í miðunum sem forverar mínir sóttu fyrir minn tíma. Ég hygg að með áræðni megi endurvekja smábátaútgerð, bara með því að gera hana algerlega frjálsa og leyfa þeim að fiska sem nenna að róa. Þannig fæst fullkomin sátt við umhverfið og aflinn verður verðmætari. Því að með minnkandi framboði eykst jú eftirspurn.
Mér finnst of mikið púður fara í að kasta skít á stjórnmálaflokka sem heild. Það er gott fólk í öllum flokkum og munurinn er ekki svo stór að menn hallist öndverðir á hvorn vænginn sem er. Það þarf að gefa málefnunum frekari gaum og gera minna úr boltaleiknum í kringum þetta allt saman. Litróf stjórnmála er leiðingjarnt.
Og það er ekkert nýtt undir sólinni.
Gamall nöldurseggur, 6.2.2007 kl. 14:55
Það er aldrei gott að ætla að alhæfa. Ég er sammála Gamla nöldursegg að það er gott fólk í öllum flokkum ekki nokkur spurning, meira að segja mjög gott. En þau ráða bara ekki ferðinni. Það gera hins vegar þeir sem eru í grímulausri hagsmunagæslu fyrir ríku batteríin sem hafa keypt þjónustu þeirra með kosningastyrkjum.
Innflytjendaumræða Frjálslynda flokksins er að hluta misskilningur þeirra um orsök og afleiðingar. Þensla er orsök og fjöldi innflutts vinnuafls er afleiðing. Þegar þenslan og þar með vinnan minnkar fer vinnuaflið því fólk frá starfsmannaleigum fær ekki atvinnuleysisbætur hér. Það er því eiginlega ótímabært að vera með taugaveiklun út af þeim strax. Íslendingar hafa sjálfir notið þess t.d. upp úr 1970 að geta farið til útlanda í vinnutarnir þegar illa áraði. Við skulum ekki missa okkur í svona æsing.
Haukur Nikulásson, 6.2.2007 kl. 16:29
Ég er mjög ósátt við að þú skulir setja Framsókn þarna í hóp með Sjálfstæðisflokknum. Ég er allavega Framsóknarkona sem er mjög ósátt við framkomu Sjálfstæðismanna í stjórnarskránefnd og tel það algjörlega lykilatriði að sett verði inn í stjórnarskránna að auðlindir þjóðarinnar (þar á meðal í hafinu, vatn o.s.frv.) séu þjóðareign.
Skrifaði m.a. grein um þetta á síðunni minni sem þú ættir endilega að kíkja á.
Eygló Þóra Harðardóttir, 7.2.2007 kl. 13:49
Gaman að sjá þig hér Eygló.
Við erum sammála um þetta atriði. Þitt vandamál er hins vegar að Framsóknarflokkurinn er ekki að styðja þetta í raun. Þetta er þó ekki það eina sem þú ert ósátt við innan Framsóknarflokksins. Kjördæmisráðið tók af þér ómaklega þriðja sætið í Suðurkjördæmi, sem þú áttir rétt til vegna brotthvarfs Hjálmars.
Ég fæ á tilfinninguna að þú munir sjá hlutina betur þegar fram í sækir. Ég er sjálfur búinn að láta íhaldið róa vegna þess að sá flokkur er löngu hættur að framkvæma það sem hann predikar og virðist eingöngu vinna fyrir einkavini, auðmenn og kvótakónga sem sumir eru allt í senn. Ef venjulegur jafnaðarmaður í Sjálfstæðisflokknum hugsar sjálfstætt þá finnur hann fljótlega nýjan stað fyrir atkvæðið sitt.
Þú ert ein af þessum geðugu frambjóðendum sem ég myndi gjarnan vilja sjá annars staðar á lista.
Haukur Nikulásson, 8.2.2007 kl. 09:32