Eignast álfyrirtækin Landsvirkjun og hinar veiturnar?

Það virðist vera áhugamál margra Sjálfstæðismanna að nú sé kominn tími til að einkavæða Landsvirkjun og aðrar veitur í landinu.

Ég hélt fyrst að þetta væri bara grín þegar ég heyrði þetta. Þó svo að ég sé yfirhöfuð hlynntur því að ríkið sé ekki í óþarfa samkeppnisrekstri þá sé ég ekki fyrir mér neina samkeppni um það að selja okkur rafmagn, vatn, hita og skolpþjónustu. Allt eru þetta samfélaginu svo mikilvægar grunnþarfir að á meðan ekki er að vænta neinnar samkeppni sé best að þetta sé áfram á forsjá opinberra aðila.

Hugsið ykkur ef álfyrirtækin eignast rafveiturnar. Dettur fólki í hug að verð á orku lækki til okkar? En til þeirra? Heldur fólk að við fáum betur að vita hvað þeir greiða sjálfir fyrir raforkuna? Öll leyndin um raforkuverðið til álfyrirtækjanna er með þeim hætti að líklega skammast menn sín fyrir að gefa hana upp? Ef ekki, hvers vegna er þá leyndin?

Sjálfstæðisflokkurinn gengur harðast fram í þessum hugmyndum og þær má raunverulega óttast ef sá flokkur verður í stjórn eitt kjörtímabilið enn. Ég trúi því ekki að óreyndu að hinn almenni borgari styðji einkavæðingu af þessu tagi og þetta er bara enn ein ástæða þess að gefa  þarf Sjálfstæðisflokknum frí frá stjórn landsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú Guðmundur, þetta fer að sjálfsögðu fyrst í þann farveg. Einhverjir einkavinir þurfa að sjálfsögðu að fá að narta í svolítinn hluta gróðans fyrst í stað.

Haukur Nikulásson, 5.2.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

Markmið nuverandi stjórnar er að tæma þjóðarkassan í eigin vasa, og engin siðferðiskennd sem segir þeim að það sé rangt, en það er í raun ekki við þá að sakast, kjósendur geta í raun sjálfum sér um kennt, við erum að láta blekkja okkur ítrekað, og við getum breytt því í dag! Látum 2007 vera ár breytinga og nýrra tíma!

Halldór Fannar Kristjánsson, 6.2.2007 kl. 03:13

3 identicon

Sæll Haukur. Var bara að rekast inn á bloggið þitt, margt umhugsunarvert sem þú vekur máls á. Þetta með einkavæðingu Landsvirkjunar verður eitt af þessum málum sem verður reynt að þegja í hel í aðdraganda kosninga en fer svo á fullt á fyrsta þingi, sitji núverandi stjórnarflokkar áfram við völd.

Tryggvi Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:22

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband