Enn einn innistæðulaus kosningavíxill stjórnarflokkanna

Þeir láta sér ekki segjast ráðherrarnir sem sækjast eftir endurkjöri að þeir hafi enga heimild til að ráðstafa fjármunum ríkisins fram í tímann með þeim hætti sem þeir gera nú hver um annan þveran. Það jaðrar við að þeir þurfi að panta tíma hjá fjölmiðlunum til að koma þessum innistæðulausu kosningavíxlum sínum að.

Það er aldrei látið fylgja með í þessum kynningum að svona "letter of intent" hefur enga skuldbindandi þýðingu fyrir nýja valdhafa að loknum kosningum. Þegar þeir svíkja þetta eftir kosningar má búast við að kennt verði um "breyttum forsendum" eða "það þurfti því miður að draga saman".

Má ekki biðja ráðherrana að hætta að lofa fé sem þeir hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir? 


mbl.is Veittar verða 218 milljónir í aukið umferðareftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband