Hvalveiðar urðu tímaskekkja

Mér, eins og mjög mörgum íslendingum, þykir ótækt að láta útlendinga segja mér fyrir verkum. Hvað ég má og hvað ég ekki má í málum sem eru spurning um sjálfstæði okkar sem þjóðar og ekki síður því hvernig við högum lífsbaráttu okkar og fæðuöflun. Hvalir voru eitt sinn hluti af fæðuöflun okkar.

Umheimurinn er okkur andsnúinn að þessu leyti.  Hvalverndarsinnum hefur tekist að snúa almenningsáliti heimsins gegn hvalveiðum á tilfinningalegum grunni. Þrátt fyrir að við höfum fært sterk rök fyrir að sumar hvalategundir séu hreint ekki í útrýmingarhættu er bara ekkert á það hlustað. 

Rúmlega 20 ára hlé á hvalveiðum hefur líka þýtt að við borðum bara ekki hvalkjöt lengur. Eitthvað virðist vera erfitt að selja þessi 150 tonn sem búið er að verka og því nokkurn veginn að verða ljóst að þetta er orðin tímaskekkja hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Það er því líklega réttasta ákvörðunin að hætta hvalveiðum í bili. Það þjóni best okkar hagsmunum til lengri tíma. Hins vegar þurfum við að sjálfsögðu að fylgjast með því að óheft fjölgun hvala hafi áhrif á aðra fiskistofna sem við viljum nýta. Það þarf að hjálpa náttúrinni við að halda jafnvægi í þessum efnum.

Við eigum rétt á að veiða hvali, ekki spurning. Eigum við að veiða þá okkur til skaða og armæðu er hin spurningin.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Góðir punktar Kristinn. Hefurðu sent þessar hugleiðingar þínar til Hafrannsóknarstofnunar?

Mér var á það bent að sveiflur á lífríki sjávar séu þó nokkuð miklar í aldanna rás. Heilu tegundirnar koma og fara eftir því hvernig lífverurnar aðlagast, eða ekki.

Spakur maður lét út úr sér að áður en maðurinn hóf bæði úthafsveiðar og hvalveiðar að einhvern veginn hafi öll þessi kvikindi átt sér lif. Þannig hafi maðurinn stundum ofmetið eign gerðir í þessum efnum.

Hvað sem því líður er þekkingaröflun hluti af því að vita með hvaða hætti við eigum að umgangast náttúruna.

Ég reyndar gleymdi einu atriði varðandi hvalveiðar. Ef menn telja þörf á að veiða hvalinn er þá ekki best að gera það sem mest í kyrrþey? 

Haukur Nikulásson, 23.1.2007 kl. 07:58

2 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

Ég legg til að við skoðum þessi mál nánar. Við þurfum tvímælalaust að halda jafnvægi í þessu eins og öllum öðrum kerfum náttúrunnar, það er bara liður í fæðukeðjunni, ef svo má að orði koma. Ef við þurfum að stunda veiði til að halda stofninum, þá bara smygla þessu í okkar eigin þorrabakka og halda þessu í kyrrþey með því að ríkisvæða þennan rekstur líka. Það væri líka sorglegt að sjá þessa kunnáttu á verkun og meðferð deyja út ef til neyðarástands kæmi í framtíðinni. Hvað vitum við nema líf afkomenda okkar í framtíðinni velti á hvölunum og þeirri útgerð. Höfum alltaf allar dyr opnar. Ég vil líka að við skömmum breta á opinberum vettvangi fyrir að endurgjalda stuðning við þeirra nánast hryðjuverkaathæfi með bandaríkjamönnum með því að efna til atlögu gegn okkur í máli sem snertir ekki einu sinni þeirra hagsmuni. Hvar er bandalagið í svona skítavanvirðingu. Mér þætti gaman að sjá 300.000 manna þjóð á norðurhveli jarðar útrýma hvölum jarðar, en því miður held ég að háiðnaðarmengun stórveldanna sjálfra verði fyrri til, þeir skulu byrja á að hreinsa sitt loft áður en þeir ásaka smáþjóð um umhverfisspjöll.

Halldór Fannar Kristjánsson, 23.1.2007 kl. 20:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband