Davíð Oddsson ól ekki upp leiðtoga

Það fer lítið fyrir umræðu um leiðtogahæfileika forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru nefnilega takmarkaðir og eru það vegna ofríkis fyrrverandi formanns. Hann sagði sjálfur að hann hefði líklega ofnotað boðhátt sagnorða.

Þegar starfað er í skugga "aðal" jafn lengi og raun ber vitni hlýtur það að venjast vera bara bestu vinir "aðal" og þegar hann hverfur verður eðlilega til tómarúm. Þetta tómarúm er í gangi en flestum hulið. Það er hulið vegna þess að sá sem var valinn leiðtogi kýs að vera ekki of mikið í sviðsljósinu. Enda er það vænlegra til að láta fólk halda að hann sé mikill leiðtogi. Málið er hins vegar að hann er mun vanari að taka við skipunum en að setja þær fram. Þessi skortur á leiðtogahæfileikum endurspeglast þessa dagana á Alþingi þar sem þjóðþingið er í stjórnlausu og tilgangslausu stríði. Leiðtoga Sjálfstæðisflokksins væri í lófa lagið að koma þessu til betri vegar ef hann hefði hæfileikann til þess. Honum tekst það bara alls ekki.

Ný forysta Sjálfstæðisflokksins var alinn upp í því einu að hlýða og bíða. Frumkvæði þeirra er lítið sem ekkert og ályktunarhæfni til stjórnunarstarfa lýsir sér best í þinginu. Þessu fólki þarf að koma í önnur störf sem fyrst þar sem aðrir hæfileikar fá notið sín. Það er hins vegar ekki í leiðtogahlutverkum stjórnmálanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband