Þversagnir í lögum um happdætti, spilakassa og veðmál

Í framhaldi af umræðu um spilakassana og því að hlustandi í útvarpsþætti hélt því fram að fjárhættuspil væri bannað í stjórnarskrá datt mér í hug að kíkja á lög um þetta efni og finn mér til undrunar stórkostlega þversögn í lögunum um fjárhættuspil og happdrætti. Annars vegar banna hegningarlögin þetta í þessari grein:

183. gr. Sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skal sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru.

Ákveða skal með dómi, hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur.

Og hins vegar leyfa lög um happdrætti þetta á þennan undarlega orðaða hátt:

2. gr. Starfræksla happdrætta.
Til þess að halda uppi allsherjarreglu og hamla gegn skaðlegum áhrifum á almenning er óheimilt að reka happdrætti nema með leyfi ráðherra eða öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum þessum. Leyfið skal bundið nánari skilyrðum í samræmi við lög þessi og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Þá eru hlutaveltur óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra.

Happdrætti þar sem spilað er um peninga eða peningaígildi er óheimilt að reka nema samkvæmt sérstakri lagaheimild. Skal í lögunum kveðið á um fyrirkomulag happdrættis, gjöld, rekstrarskilyrði og rekstrarform. Um happdrætti samkvæmt þessari málsgrein skulu að öðru leyti gilda ákvæði 1. mgr. 3. gr., 1. mgr. 5. gr., 6. gr. og 9.–11. gr.

Maður veltir því fyrir sér hvort það sé skortur á lögfræðingum á Alþingi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband