Frestið þessu ólánsmáli - RÚV málið þarf lengri vinnslutíma

Frumvarpið um RÚV er ótímabært af einni ástæðu: Of margar skoðanir eru á því í hvaða farveg á að setja þetta olnbogabarn þjóðarinnar. það er engin sátt í sjónmáli um þetta fyrirtæki.

Í ljósi stöðugrar tækniþróunar er skoðun fólks á því hvað beri að gera við RÚV á mjög ólíkum stigum.

Sumir eru hræddir við að fjölmiðlar fari í einokunarfarveg ef RÚV verður einkavætt og selt.  Það þurfi "óháðan" fjölmiðil svo ólík sjónarmið heyrist. Þetta fólk vill óbreytt ástand.

Aðrir telja að RÚV sé tímaskekkja sem beri að leggja niður og þá helst með því að selja þennan rekstur.

Svo er hópurinn sem telur að áhrif RÚV verði brátt að engu vegna Internetsins. Það stjórnar enginn Internetinu og þar verða allir fjölmiðlarnir með öllu stjórnlausir. Og enn bætast við fleiri sjónarhorn varðandi RÚV og aðra fjölmiðla.

Ég hef hlustað á mörg ólík sjónarmið og rök og hallast orðið helst að því að best sé að láta þetta óhreyft næstu tvö árin á meðan Internetvæðingin hellist yfir.


mbl.is Fundi um RÚV-frumvarp ekki frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband