Hvenær má draga milljarðinn af launum Valgerðar Sverrisdóttur?

Seinni hluta nóvember mánaðar 2006 sprungu vatnsleiðslur í líklega 20 fjölbýlishúsum á varnarsvæðinu sem þá var komið í umsjá utanríkisráðherra Valgerðar Sverrisdóttur.

Allir sem vilja vita, vita að vatn frýs ekki nema lokað hafi verið fyrir heita vatnið. Það aulalega yfirklór að kaldavatnsleiðslur springi vegna hreyfingaleysis kalda vatnsins er náttúrlega bara barnalegt bull. Ef heita vatnið rennur þá heldur það þýðu á ÖLLU húsinu, og líka kaldavatnslögnunum, þó engin sé í íbúðunum. Það er ekkert flókið við þetta. Það er líka vitað að þrátt fyrir að Valgerður héldi öðru fram, þá voru húsin vel byggð af Íslenskum aðalverktökum sem voru samkeppnislausir og gátu því bæði gert það vel og rukkað fullt verð fyrir. Umræðan á Alþingi um málið er hér.

Flestum sem hafa eitthvert vit á svona málum er ljóst að tjónið er bara öðrum hvorum megin við milljarðinn, líklega öfugu megin. Hvaða venjulega tryggingarfélag sem er, er ekki nema örfáa daga að kasta sæmilega nákvæmu tjónamati á þetta mál.

Á þetta mál að vera í "athugun" fram yfir kosningar eða getum við farið að draga þennan kostnað af Valgerði Sverrisdóttur fyrir kosningar? Sem utanríkisráðherra hlýtur hún jú að axla ábyrgðina eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband