Stuðningur við Íraksstríðið - áframhaldandi þjóðarskömm

Hvenær ætla okkar háu herrar og konur að vakna til meðvitundar um stuðninginn við Íraksstríðið?

Viðkvæðið um að við skiptum ekki máli á ekki við. Við höfum áður verið vandlætingarfullir á alþjóðavettvangi AF MINNA TILEFNI!

Fréttir um hengingar á saklausum óbreyttum borgurum í hefndarskyni við hengingu Saddams Husseins vekja manni verulegan óhug. Reynið að setja ykkur í spor þessa ógæfufólks.

Nú á fjölga í herliði bandaríkjamanna og teygja þetta ömurlega ástand enn frekar á langinn. Á einhvern undarlegan hátt er smám saman að skríða að manni sú staðreynd að Bandaríkin séu með þessu orðið hið illa stórveldi.

Geir og Valgerður! Það er kominn tími á að þið takið þá ákvörðun að bakka út úr stuðningi ykkar við þetta ógeð sem fyrirrennarar ykkar voru blekktir út í. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband