Færsluflokkur: Trúmál

Upptaka frá 1959 - Jólasveinar einn og átta

Pabbi keypti flottan Telefunken radíófón líkast til 1958 eða 1959 hjá Georg Ámundasyni. Í þessu tæki var útvarp, segulband, plötuspilari og margir góðir hátalarar. Ég átti margar góðar stundir fyrir framan þessa stórkostlegu græju.

Eins og önnur börn lærði ég eitthvað af lögum og þá gjarnan af vinylplötum. Ein þeirra var skemmd og ég lærði lagið á henni með skemmdinni. Hún fór að spila sama hringinn í sífellu...

Samkvæmt þessu á ég núna 50 ára hljóðupptökuafmæli sem "tónlistarmaður".

Upptakan er efst í spilaranum hér til vinstri.

 

Telefunken radíófónn árgerð 1958

 


Heimsliðið í tónlist saman á sviði?

Þetta er líklega einhver mesti samanlagði frægðargrautur í tónlist sem hægt er að finna á einu sviði: Paul McCartney, Mark Knopfler, Eric Clapton, Phil Collins, Elton John, Tina Turner, Rick Parfitt, Frank Rossi, Paul Young, Bryan Adams, Midge Ure, Mark King, John Illsley og fleiri.

Þessari svaðalegu naglasúpu tekst að sjálfsögðu að ná upp brjáluðu stuði á þessum konsert sem er líklega frá árinu 1990 eða um það bil.


Alan Parsons Project - Sirius og Eye in the Sky (Live 1995)

Haustið 1983 hófum við félagarnir sölu á fyrstu PC samhæfðu tölvunum sem fengust á Íslandi: Corona Data Systems. Á kynningarmyndbandi sem við fengum var notað upphaf lagsins Eye in the sky en það heitir Sirius. Þessi tvö lög eru tengd með sambærilegum hætti og þegar Bítlarnir gerðu það fyrst áberandi árið 1967. Ég vissi ekki að Sirius væri bara forspil þessa fræga lags og því gekk mér illa að finna þetta flotta upphaf sem notað var víða í auglýsingum. Gott ef Chicago Bulls körfuboltaliðið á mektarárum Michael Jordan notaði þetta ekki líka þegar þeir kynntu lið sitt á heimavelli.

Hér er lifandi upptaka af laginu frá árinu 1995 en Alan Parsons Project gaf lagið upphaflega út 1982.


Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband