Færsluflokkur: Spaugilegt

Ég er að verða gamall...

Gunni Antons birtist einu sinni sem oftar hjá mér á skrifstofunni. Settist niður og dæsti þungan.

"Ég held að ég sé að verða gamall!" sagði hann mæðulega.

"Af hverju heldurðu það?" spurði ég.

"Ég stóð fyrir utan bakaríið og horfði á gullfallega konu koma út úr búðinni með poka og hún var vel vaxinn, með fallegan þrýstinn rass, hvelfdan barm og andlitsfríð."  sagði Gunni.

"Þetta er nú ekki beinlínis ellimerki Gunni minn!" sagði ég uppörvandi.

"Jú" svaraði Gunni jafn mæðulega, "Ég var allan tímann að velta fyrir mér hvað hún væri með í pokanum!"


Þessi ekur með reisn

Það er reyndar gott að ökumaðurinn slasaði sig ekki. En mikið óskaplega held að manngreyið hljóti að skammast sín fyrir klaufaskapinn.

Skyldi hann hafa verið að tala í símann? Skyldi hann hafa verið að borða pulsu? Kveikti hann í rettu í stað þess að setja pallinn niður? Ýtti hann á vitlausan takka þegar hann ætlaði að setja þurrkurnar í gang? Skyldi hann hafa verið fjarverandi í meiraprófstímanum sem kenndi ökumönnum að setja pallhelvítið niður áður en farið væri út í umferðina?

Hér er mörgum spurningum ósvarað. En ef ég þekki fjölmiðla rétt verður maðurinn orðinn að hvunndagshetju með forsíðuviðtali í DV eða Séð og Heyrt áður en varir. 


mbl.is Keyrði pallinn af á göngubrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðirðu þér ekki maður!

Gunni Antons birtist hjár mér einn morguninn sem oftar. Hárið á honum var óvenju úfið og stóð stríið út í allar áttir.

Ég horfði á hann í andakt og spurði: "Hvað er þetta maður, greiðirðu þér ekki?!"

Hann leit upp eins og hann ætlaði að horfa á hárið á sér og svaraði:

"Jú jú, það er rok úti núna svo þetta er bara ný staðgreiðsla"


Ljóskubrandari

Ljóskan kom inn í kirkjuna leit inn í kórinn og hrópaði í angist: "Djísuss Kræst! Hver hangir þarna á plúsnum?"

Þrjár karlflugur og tvær kvenflugur

Konan kom í eldhúsið og sá manninn sinn í veiðistellingum með flugnaspaða.

"Hvað ertu að gera?" spurði hún.
"Veiða flugur" svaraði hann.
"Nú! hefur náð einhverjum?" spurði hún.
"Jamm, 3 karlflugur og 2 kvenflugur" svaraði hann.
"Hvernig geturðu sagt til um kynið?"
"Jú, 3 sátu á bjórdósum og 2 á símanum." svaraði hann ákveðinn.


Eitt fallegasta dægurlag allra tíma - sungið af rámum jazztrompetleikara

Ég rakst á þetta myndskeið á www.youtube.com því mig langaði að finna skuggamyndir. Ég fann þetta stórskemmtilega myndskeið við lagið sem Louis Armstrong gerði vinsælt árið 1968 What a wonderful world eftir Bob Thiele.

Lagið dásamar lífið og tilveruna og ætti að vera okkur öllum ágæt upplyfting í svartasta skammdeginu. Þú kemst örugglega í gott skap með þessum handbrögðum Raymond Crowe.

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband