Færsluflokkur: Vefurinn

Nýir og dónalegri Pop-Up gluggar bæði hjá Mbl. og Vísi

Ég er hundfúll út í þann dónaskap sem bæði Mbl. og Vísir sýna lesendum sínum.

Þessar síður eru pakkfullar af auglýsingum og auk þess eru þeir að troða þessum endalausa ófögnuði og óvelkomna áreyti inn á bloggsíður einstaklinga.

Nýjasta afrekið þeirra er að forsíðupoppararnir komast nú í gegnum einföldustu Pop-Up blokkara sem maður hefur haft uppi lengi til að losna við að þurfa sífellt að vera loka einhverju rusli úr andlitinu á sér. 

Þessi dónalega auglýsingamennska sem er eins og nauðgun er ekki ásættanleg og ég krefst þess að þessir miðlar láti venjulegar auglýsingar duga. Ef þeir vilja auglýsa geta þeir drullast til að gera það með einhverjum heiðarlegri hætti en að spama alla notendurna eins og argasta ruslpóstveita.

Er kannski gert ráð fyrir að við verðum að fara að kaupa okkur frá þessum ófögnuð líka eins og auglýsingunum á bloggsíðunum?

Ég óska eftir svari frá stjórnendum vefsins og það ræðst hreinlega af þessu svari þeirra hvort maður nennir að láta nauðga sér svona ítrekað með sömu hundleiðinlegu gluggunum. 


Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband