Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Windows Vista - Vörusvik?

Ég hef selt tölvubúnað frá árinu 1981. Þar á meðal stýrikerfi í stórum stíl. Fyrst um sinn var ráðandi stýrikerfi á smátölvum sem hét CP/M og síðan tók við MS-DOS frá Microsoft (hét PC-DOS hjá IBM).

Þegar MS-DOS kom á markaðinn var það mun lakara stýrikerfi en CP/M en náði samt útbreiðslu vegna þess að IBM tók það upp á sína arma. Í kjölfarið leiddi IBM sölu á smátölvum.

MS-DOS var uppfært með þokkalegum árangri og varð síðar hluti af Windows. Windows var ekki nothæft fyrr en í þriðju tilraun þ.e. Version 3. Windows 95, 98 og 2000 voru allt endurbætur á Windows sem voru skref fram á við. Windows ME var hins vegar gallað og flest þekkjum við að Windows XP hefur reynst svo sem ágætlega þó það sé langt í frá gallalaust.

Windows Vista er hins vegar allt að því vörusvik. Eina stóra breytingin eru útlitsbreytingar sem kostar að notendur þurfa aukinn hraða og aukið minni. Enda hafa ýmis neytendasamtök varað við því að fólk kaupi þetta kerfi vegna vandræðagangs við að fá ýmis forrit til að ganga með því. Það virðist nefnilega vera áberandi að Microsoft hafi ekki gætt þess vel að eldri hugbúnaður gangi í Vista, hverju svo sem er um að kenna.

Á næsta ári hyggst Microsoft hætta að selja Windows XP og er ég hræddur um að það muni skapa bæði ringulreið og vandræði á markaðinum. Hugsanlega munu fleiri færa sig yfir á stýrikerfi frá Apple, þar sem minni vandræðagangur hefur verið, ekki síst í sambandi við vírusa og njósnaforrit alls konar.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort martröð Bill Gates sé að ná tökum á honum núna? 


mbl.is Microsoft hættir að nota afritunarvörn í Vista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband