Á að hefja ritskoðun nú í aðdraganda kosninga?

Það læðist að manni grunur um að nú eigi að stjórna umræðunni hér með sama hætti og Egill Helgason gerir á Vísi. Fleygja út bloggi og athugasemdum sem eru stjórnendum ekki að skapi. Hvað segir þessi pistill frá kerfisstjórn blog.is:

"Tengingar bloggfærslna við fréttir á Mbl.is hafa verið notaðar mikið og stundum til að tengja óviðeigandi efni. Því höfum við sett á laggirnar kerfi til að merkja slíkar tengingar sem óviðeigandi. Tengingar eru merktar með því að smella á krækjuna sem birtist neðan við titil fréttar:

Tilkynningar sem berast eru síðan skoðaðar af starfsmönnum Mbl.is og fréttatengingar fjarlægðar ef þurfa þykir. Þess skal getið að einungis innskráðir notendur geta gert athugasemdir við tengingar."

Ég myndi gjarnan vilja vita hvort neikvæðar athugasemdir um Sjálfstæðisflokkinn og einstaka frambjóðendur verði þurrkaðar út?

Mig langar að heyra frá stjórnendum hvers vegna þetta þykir nauðsynlegt einmitt núna?

Má ekki bíða með þetta þar til eftir kosningar svo þetta sé ekki gert tortryggilegt á viðkvæmum tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Stress-tímasettning

Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Vald er þess eðlis að misnotkun er rétt handan við hornið. 

Ólafur Þórðarson, 24.4.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Keli, þú getur fengið athygli eins og Vestfirðir, puðrað út endalausum tilvísunum í aðra.

Ég vonast eftir athugasemd frá stjórnendum bloggsins. Mér finnst vera einhver taugaveiklun hér á ferðinni. Fólk sem skrifar undir nafni og kennitölu hér er sjálft ábyrgt fyrir skrifum sínum. Ég get ekki séð að mbl.is beri nokkra ábyrgð á því sem hér er sagt, sungið og dylgjað. Væri það svo væri fyrir löngu búið að kæra eitthvað. Mér finnst annað búa undir en vil heyra frá þeim sjálfum með það.

Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 19:30

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætt væri þó að fá smá dempara á töluverðann hluta innleggja á fréttir segja lítið nema "mig vantar athygli" 

Stærra mál er hvers vegna verið er að linka moggablogg inn á prívat blogg síður hinna og þessa kalla sem leyfa t.d. ekki athugasemdir.

Ólafur Þórðarson, 24.4.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er þegar ákveðin ritskoðun hér í gangi sem kallast "umræðan" þar eru valdir og auglýstir einstaklingar sem stjórnendum bloggsins þykja "áhugaverðir". Þar á meðal eru t.a.m. margir stjórnmálamenn sem eru með tvennt á móti sér: Enginn nennir að lesa og leyfa auk þess engar athugasemdir. Næstum allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, sem nenna að blogga, eru nú í þessum hópi.

Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll vertu Haukur.

Eins og Hrafnkell bendir á hefur það títt gerst að menn hafa tengt blogg við fréttir án þess að vera að blogga um fréttina eða nokkuð yfirleitt. Margir hafa kvartað yfir þessu og ekki að ósekju þykir mér; fátt er leiðinlegra en að vera blekktur til að smella á tengil sem ekkert er á bakvið.

Annað atriði, og það sem varð kveikjan að þessum breytingum, er að ýmsir hafa bloggað ósæmilega um fréttir, gert grín að fólki sem er jafnvel alvarlega slasað eða í lífshættu vegna slyss, farið niðrandi orðum um fólk út frá litarhætti eða trúarbrögðum og svo má nefna. Væntanlega eru flestir sammála því að slíkar fréttatengingar eru óviðkunnanlegar.

Ef nógu margir kvarta yfir bloggtengingu við frétt verður hún fjarlægð, en aldrei nema að athuguðu máli.

Ekki skil ég hvers vegna þér dettur í hug, kæri Haukur, að standa eigi vörð á blog.is um Sjálfstæðisflokkinn eða nokkurn stjórnmálaflokk yfirleitt; hér geldur enginn eða nýtur stjórnmálaskoðana sinna og það mun ekki breytast. Stjórnmálamenn eru svo væntanlega fullfærir um að bregða hönd fyrir höfuð sér ef á þá er hallað; þeir þurfa ekki liðsinni blog.is til þess.

F.h. Netdeildar Morgunblaðsins,

Árni Matthíasson.

Árni Matthíasson , 24.4.2007 kl. 19:52

7 Smámynd: Árni Matthíasson

Sæll aftur Haukur.

Sá ekki síðustu athugasemd frá þér, en rétt að svara henni engu að síður.

Mér finnst þú rugla saman hugtökum þegar þú talar um ritskoðun.

Hver hefur rétt til að viðra sínar skoðanir á sinni eigin síðu. Hann hefur vitanlega líka rétt til að ritstýra síðunni og þar með talið að banna öðrum að skrifa á hana sýnist honum svo. Ef menn fara að beita sér í þá átt að koma í veg fyrir að aðrir geti tjáð skoðanir sínar á eigin síðum er rétt að kalla það ritskoðun. Að mínu viti er þetta tvennt og gerólíkt.

Hvað umræðuna varðar þá eru í henni 114 bloggarar sem stendur. Ég á erfitt að gera mér grein fyrir því hvernig skipting í stjórnmálaflokka er í þeim hópi, enda er ekki valið í hann samkvæmt henni, en það gefur augaleið að sjálfstæðismenn eru þar ekki í neinum meirihluta.

Með kveðju,

Árni Matthíasson.

Árni Matthíasson , 24.4.2007 kl. 20:02

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir svarið Árni, ég get alltaf reitt mig á að þú svarir fljótt og vel.

Það er hins vegar ómögulegt fyrir miðilinn sem er svo tengdur Sjálfstæðisflokknum frá gamalli tíð að ætla sverja þessi pólitísku tengsl af sér. Ég tek eftir því að bara í dag eru a.m.k. tveir frambjóðendur flokksins komnir í auglýstu elítuna og svo þykist ég vita að Bjarni Ármannsson verði þar fljótlega líka, mér sýndist hann vera að opna síðu.

Ég get alveg tekið undir að margt af því sem hér er skrifað er ekki bara óviðkunnalegt heldur beinlínis særandi, niðrandi og ógeðslegt. Hins vegar er alltaf spurningin hvenær á að grípa í taumana með ritskoðun. Sannleikurinn getur nefnilega líka verið óviðkunnalegur, særandi, niðrandi og ógeðslegur, en sannleikur samt. Það þarf sterk bein til að ákveða fyrir aðra hvar draga eigi línur velsæmisins.

Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 20:02

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni, sendu mér listann yfir þessa 114 bloggara og ég skal greina þá í flokka fyrir þig af bestu getu Þú getur þess vegna notað tölvupóstinn: haukur@mtt.is

Haukur Nikulásson, 24.4.2007 kl. 20:37

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lausleg könnun í kringum kl. 23 í kvöld eru 57 (helmingurinn af 114) í "umræðunni". Af þeim sem þar eru má ráða strax að pólitíkin er nokkuð jöfn: B=3, D=19, F=3, I=2, S=9, V=9, og þeir sem skrifa ópólitískt 11, samtals 57. Skv. þessu virðist reynt að velja í umræðuna í einhverju samræmi við kannanir á fylgi flokkanna. Hreint ekki svo slæmt fyrir stjórnendur bloggsins!

Haukur Nikulásson, 25.4.2007 kl. 00:01

11 Smámynd: Addý og Ingi

Sæll Haukur.

Ég get fullvissað þig um að það er ekki valið í Umræðu-flokkinn á pólitískum forsendum. Hins vegar eru stjórnmálamenn mjög sýnilegir á blog.is um þessar mundir, enda kosningar á nánd. Sumir fylgismenn flokkana eru einnig duglegri en aðrir að skrifa og njóta góðs af.

Hvað varðar óviðeigandi efni í tengingum bloggfærslna þá þykist ég vita að þú samþykkir þær skýringar sem Árni Matthíasson sendi.

Í einu tilviki fjarlægðum við fréttatengingu en þar var fjallað með niðrandi hætti um ákveðna þjóð. Í framhaldi af því ákváðum við að réttara væri að skráðir notendur blog.is hefðu möguleika á að kvarta yfir færslum sem viðkomandi mislíkaði.

Starfsmenn mbl.is fjarlægja ekki fréttatengingar óháð því hvað sagt er um stjórnmálaflokka. Við vinnum ekki þannig.

Kveðja,

Ingvar Hjálmarsson

netstjóri mbl.is

Addý og Ingi, 25.4.2007 kl. 10:48

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er bara nokkuð ánægður með skýringar stjórnenda bloggsins. Í aðdraganda kosninga sér maður samsæri í öllum hornum, hvað annað er nýtt á þessum tímum?

Haukur Nikulásson, 25.4.2007 kl. 10:55

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það fór eins og ég spáði: Birgir Ármannsson er nú auglýstur sem "áhugaverður" bloggari um leið og hann birtist á þessum vettvangi. (Í mismæli mínu kallaði ég hann "Bjarna" en ekki Birgi eins og hann heitir réttilega - Aths. 9)

Haukur Nikulásson, 25.4.2007 kl. 13:16

14 Smámynd: Vestfirðir

Mér finnst að bæði við Haukur ættum að komast í umræðuhópinn, sérstaklega Haukur :)

Vestfirðir, 25.4.2007 kl. 23:21

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Vestfirðir (Gústi??), þú átt ekkert erindi þangað, enda með 21 tilvísun í síður annarra bara í gær. Ég skrifa þó texta sem er ekki uppétinn eftir aðra. Annars kann ég því illa að vera svara nafnlausum athugasemdum frá einhverjum sem sjálfur er með lokað á slíkt hjá sér. Hvernig væri að þú gæfir upp nafn eins og annað siðað fólk?

Haukur Nikulásson, 26.4.2007 kl. 06:38

16 Smámynd: Vestfirðir

Sæll Haukur minn.

Eins og ég sagði í fyrsta commenti mínu hjá þér að þá heiti ég Ágúst Atlason og er búsetur á Ísafirði. Þú getur lesið um það hér(þetta hefur alltaf verið á blogginu) þannig að lítið þíðir að saka mig um að vera að fela mig. Einnig er email addressa á forsíðu bloggsins.

Þetta comment þarna fyrir ofan var einhver púki í mér og skellti ég því inn bara í gríni. Mig langar ekkert sérstaklega í umræðuhópinn, mér gengur ágætlega án hanz. En takk fyrir að nenna að telja tilvísanirnar mínar í gær, ekki nenni ég því. Textinn hjá mér er ekkert uppétinn eftir aðra, heldur vísa ég í það sem aðrir eru að skrifa um fjórðunginn og sé ég enga ástæðu til að hafa athugasemdir við það á blogginu mínu. Margir nota þetta blogg til að finna þessar fréttir og eru fegnir að geta leitað á einn stað.

Ég er að þessu til að vekja athygli á málefnum Vestfjarða, sem hafa ekki verið upp á sitt besta síðustu ár. Við höfum öll einhvað að berjast fyrir, rétt eins og þú, en mér sýnist þú ekki vera neitt mjög sáttur við stjórnmál á Íslandi, sérstaklega ekki þinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn.

Hættu nú að pirra þig á mér Haukur minn og vona ég að þú komist í umræðuhópinn á mbl blogginu. Við viljum báðir betra samfélag og berjumst hver fyrir því á okkar hátt.

Ágúst G. Atlason

Fjarðarstræti 57

400 Ísafjörður

Kt: 170372-6039 

Vestfirðir, 26.4.2007 kl. 08:42

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir þetta Ágúst, ég mundi vel eftir pirringi mínum út af þessu með blogg-um-bloggið þitt en mundi ekki eftir nafninu þínu. Takk fyrir að upplýsa það. Ég kann betur við að rökræða við fólk sem hefur helst bæði nafn og andlit. Hvort tveggja hemur mann í því að verða of ópersónulegur og kvikindislegur. Ég reyni að kanna staðreyndir til að vera marktækur, þess vegna tel ég jafnvel upp bloggin þín og tek tölu á "umræðuliðinu". Við þurfum ekki að endurtaka gamla málið. Ég virði að þú viljir landshlutanum þínum vel, þið hafið það ekkert of gott. Um aðferðina erum við bara ekki sammála.

Ég veit, eins og þú, hvernig hægt er að vera mikið lesinn. Þrjár megin aðferðirnar eru: a) að dæla út nógu mörgum bloggum, b) vera bara nógu djöfull umdeildur (Jónína Ben./Sóley Tómasdóttir). eða c) vera með afvegaleiðandi fyrirsagnir og formála (prófaði það sjálfur mér til gamans). Mig langar eiginlega bara að vera lesinn vegna þess að það sé áhugavert sem ég skrifa.

Haukur Nikulásson, 26.4.2007 kl. 09:08

18 Smámynd: Vestfirðir

Flott mál.

Við þurfum heldur ekkert að vera sáttir um aðferðina :)

Vona að þú getir sett upp "Vestjarðaútilokunargleraugu" og bara skippað yfir mín blogg. 

Mér finnst bloggið þitt ágætt og les ég þau flest, haltu bara áfram á þinni braut.

Ágúst 

Vestfirðir, 26.4.2007 kl. 11:52

19 Smámynd: Vestfirðir

Já og til hamingju, ég fann bloggið þitt um Valgerði Sverrisdóttur í Blaðinu í dag :)

Vestfirðir, 26.4.2007 kl. 13:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264920

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband