Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Matthías setur fordæmi með trúnaðarbresti við heimildarmenn

Ég hef setið á mér að tjá mig um birtingu Matthíasar á dagbókum sínum. Málin hafa nú fengið að malla um hríð og ýmislegt er að koma upp á yfirborðið úr þessum dagbókum í versta falli lygi og skáldskapur í bland við ótugtarhugarfar á köflum.

Ef Matthías kemst upp með þetta er komið fordæmi fyrir því að blaðamenn (Matthías er yfir-blaðamaður til margra áratuga) geti bara birt alla punkta sem þeir hafa fengið í gegnum tíðina frá heimildarmönnum sínum. Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að treysta því að blaðamenn verndi heimildarmenn sína. Það er vont fyrir samfélagið vegna þess að það hindrar að ýmsir óknyttir verði upplýstir í fjölmiðlum sem oft er þörf á. Ég tel Matthías hafa gert stétt sinni verulegan óleik svo við tökum varlega til orða.


mbl.is Matthías Johannessen: Málið er úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Queen með Paul Rodgers - We will rock you / We are the champions

Freddie Mercury er floginn á vit feðra sinna (og mæðra). Eftirlifandi félaga í Queen vantaði þá söngvara til uppfyllingar og ákvaðu að biðja gömlu rokkhetjuna úr Free og Bad Company hann Paul Rodgers að hlaupa í skarðið. Það vita allir sem vilja vita að þeir eru gjörólíkir söngvarar þar sem sá síðarnefndi er blús og rokkmaður en Mercury hafði tónsvið óperusöngvara í bland. Mér finnst Paul Rodgers gera þetta mjög vel á sinn hátt alveg eins og Freddie Mercury á sinn.


Afmælisbarn dagsins: Fimmtugur Michael Jackson - Billie Jean

Þetta telja margir vera besta danslag allra tíma. Þið dæmið um það sjálf.

 


Hækka verð á heita vatninu hið snarasta!

Alfreð Þorsteinsson réttlætti eitt sinn hækkun á heita vatninu með þeim rökum að hlýnum hefði minnkað notkun á heitu vatni því yrði að hækka verðið á því litla sem seldist!

Nú hlýtur OR að geta notað sömu rök og olíufélögin að fjármagnskostnaður argi á verðhækkun. Alveg óháð því að við fengum enga verðlækkun þegar hagnaðurinn var sem mestur.

Það verður sannarlega fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.


mbl.is Tap OR 16,4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdi McCain frambjóðanda með góða dómgreind?

Fyrir ekki löngu síðan vitnaði ég í www.wikipedia.com alfræðivefinn sem heimild um John McCain og feril hans. Ýmsir drógu í efa að sá vefur væri góð heimild. Nú mega hinir sömu vita að nú þegar eru ímyndarsmiðir hans búnir að uppfæra meðframbjóðanda hans á sama vef því þar er hún titluð varaforsetaefni hans.

Þetta virðist um margt eflaust hin duglegasta og merkasta kona. Þó kemur mér það að á óvart að hún eignaðist nýlega son (hennar fimmta barn) og valdi hún að eiga barnið þrátt fyrir að meðgöngurannsókn hefði leitt í ljós Downs heilkenni (mongólisma). Jón Valur, hinn merki trúarbloggari, er eflaust himinlifandi með þetta val Johns McCain á varaforsetaefni.

Ég leyfi mér hins vegar að efast um dómgreind konu sem viljandi eignast barn með Downs heilkenni.


mbl.is Varaforsetaefni McCain
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Bush að koma McCain til hjálpar með smá köldu stríði?

Ég spái því að það verði komið af stað köldu stríði fram að næstu forsetakosningum til að reyna tryggja McCain kjör sem forseta. Það verður allt gert til að höfða til þess að hann muni þora að taka óvinsælar ákvarðanir, t.a.m. um stríðsrekstur, "til að vernda friðinn, frelsið og bandaríska hagsmuni" eða hvernig svo sem það verður orðað.

Það sem mér þykir verst er sú óskammfeilni sem ráðamenn sýna á kostnað lífs almennings í valdabrölti sínu. Mannslíf eru lítils metinn þegar völd eru í húfi, það hefur sagan alltaf getað sagt okkur. Almenningur gleymir því alltof mikið að stjórnmál eru að of stórum hluta list blekkinga og lyga. Þannig er fólki stjórnað með tilbúnum aðstæðum til að kjósa jafnvel gegn betri vitund af óttanum einum saman.

Það þyrfti heldur ekki að koma neinum á óvart að Putin og Medvedev hreinlega störfuðu með Bush stjórninni til að gera þetta mögulegt. Annað eins samráð hefur átt sér stað í veraldarsögunni sem og í Öskjuhlíð!


mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona mál kæmu ekki upp ef stjórnsýslustig væri bara eitt

Það að skipta landinu niður á milli ríkis og sveitarfélaga með alltof mörgum kjördæmum og sveitarfélögum er ávísun á svona togstreitu. Því miður er þetta bara eitt dæmi um það hvernig stjórnsýslan er ekki að þjóna borgurunum heldur er kominn út í það að nærast á togstreitu við sjálfa sig.

Þetta er ágætis tími til að minna á hugmyndir um að breyta stjórnsýslu Íslands þannig að hún sé eitt stig. Það verði ekki haldið áfram að næra hið neikvæða með því að skapa störf sem eru bara til þess fallin að næra hvort annað með eilífri togstreitu, valdabrölti og spillingu.

Ísland verði eitt stjórnsýslustig sem sameinar öll kjördæmi og sveitarfélög. Þannig stuðlum við best að því að það þjóni borgurunum í alvöru. Eins og staðan er nú eru stjórnsýslustigin að naga hvert annað og borgararnir skattpíndir til að halda úti óþarflega stórvöxnum og gagnslausum skrifstofubáknum.

Ég minni á að þeir ráða ferðinni að mestu sem bjuggu til "Báknið burt!". Hvar eru efndirnar á því?

Stjórnmál eiga að snúast um það að þjóna þörfum nútíma samfélags eins og það er, en ekki eins og það var .


mbl.is Segir tvo milljarða hafa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...á Röflandi, Röflandinu góða!

"Þú þrasar svo mikið að það mætti halda að þú byggir á Röf-landi!"

"Ef þú rækist á andaflösku í fjöru þá kæmi bara röfl-andi út úr henni."

Af hverju er blog.is eða Ísland ekki skýrt upp og kallað bara Röfland okkur öllum til heiðurs?


Skoraði mark en var kennt um bæði mörk andstæðinganna

Sorglega léleg umfjöllun hér á ferðinni. Hér klippa blaðamenn mbl.is út það jákvæða en láta þess ógetið að norsku miðlarnir saka hann um að eiga sök á báðum mörkum andstæðinganna með klaufaskap í vörninni.

Kristján Örn Sigurðsson er fínn knattspyrnumaður. Það er hins vegar óþarfi að ljúga að landanum um frammistöðu hans þegar hann á í raun slakan dag eða er óheppinn.

PS: Eins og oft áður er mbl.is búið að laga þessa umfjöllun. Þeir mega eiga það að leysa málin oft fljótlega eftir ábendingar.


mbl.is Mark Kristjáns Arnar dugði ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðgjafargreiðsla er fína heitið á mútugreiðslu

Alltaf eru að koma upp á yfirborðið fleiri og fleiri mál sem liggja á mörkum siðleysis og spillingar. Hér er ekki um að ræða eðlileg útgjöld ef nokkur maður heldur það. Ekki frekar en mútugreiðslurnar til embættismanna í Nígeríu á sínum tíma til að greiða fyrir sölu á skreið.

Stjórnvöld á Íslandi geta ekki ætlast til að fólk fari hér að lögum ef þeir brjóta síðan sjálfir þau lög sem þeim sýnast. Það verður að ætla þessu fólki að vera okkur breyskum borgurum/þegnum jákvætt fordæmi í siðferði.

Þetta vekur upp þær spurningar hvort bandaríkjamenn hafi greitt einhverjum íslendingum til að "liðka" til fyrir stuðningi Íslands við stríðið í Írak? Hér væri bara um sams konar verknað að ræða.

Ég tel að undanfarin ár hafi heldur hallað undan fæti og kominn tími til aukinnar siðvæðingar í stjórnmálum og viðskiptum.


mbl.is 22 milljónir til bandarískra lobbýista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband