Svona mál kæmu ekki upp ef stjórnsýslustig væri bara eitt

Það að skipta landinu niður á milli ríkis og sveitarfélaga með alltof mörgum kjördæmum og sveitarfélögum er ávísun á svona togstreitu. Því miður er þetta bara eitt dæmi um það hvernig stjórnsýslan er ekki að þjóna borgurunum heldur er kominn út í það að nærast á togstreitu við sjálfa sig.

Þetta er ágætis tími til að minna á hugmyndir um að breyta stjórnsýslu Íslands þannig að hún sé eitt stig. Það verði ekki haldið áfram að næra hið neikvæða með því að skapa störf sem eru bara til þess fallin að næra hvort annað með eilífri togstreitu, valdabrölti og spillingu.

Ísland verði eitt stjórnsýslustig sem sameinar öll kjördæmi og sveitarfélög. Þannig stuðlum við best að því að það þjóni borgurunum í alvöru. Eins og staðan er nú eru stjórnsýslustigin að naga hvert annað og borgararnir skattpíndir til að halda úti óþarflega stórvöxnum og gagnslausum skrifstofubáknum.

Ég minni á að þeir ráða ferðinni að mestu sem bjuggu til "Báknið burt!". Hvar eru efndirnar á því?

Stjórnmál eiga að snúast um það að þjóna þörfum nútíma samfélags eins og það er, en ekki eins og það var .


mbl.is Segir tvo milljarða hafa tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband