Færsluflokkur: Menntun og skóli

Er kennsla að mestu á villigötum?

Þrátt fyrir að vera kominn á seinni hálfleik tilverunnar er ég alltaf ennþá að læra eitthvað nýtt og oftast er það skemmtilegt.

Megnið af því sem ég læri núorðið er án kennara og verður maður þá sjálfur að stjórna ferðinni og hafa vit fyrir sjálfum sér. Mikið er þetta tónlist því við félagarnir erum alltaf að stækka lagalistann, okkur sjálfum og sumum öðrum til ánægju. Ég hef komist að raun um að til þess að læra lögin þarf að sitja yfir þeim helst það samfellt að þú klárir að læra lögin og fá þau til að fljóta vel sama daginn. Sífelld endurtekning færir kunnáttuna þannig bæði í heila og miðtaugakerfið og þú tileinkar þér getuna til að flytja tónlistina mikið til ómeðvitað. Þessi aðferð hefur gagnast vel hingað til.

Þá skaut þeirri hugsun niður í mig að trúlega er kennsla í grunnskólum og víðar hálf ónýt vegna þess að þar er vaðið úr einu í annað á 50 mínútna fresti (ef ég man lengd kennslustunda) og þá sé farið í næsta fag og grautað í því næstu kennslustund. Mér finnst núna eins og þetta sé ekki nógu markvisst til að festast í minni og miðtaugakerfi nemenda.

Svo vill til að ég er líka í dansskóla og hef fundið að kennslan þar virkar best (fyrir mig) ef kennarinn er nógu hugaður að láta okkur vera nánast með einn dans alla kennslustundina. Með nægilega mikilli endurtekningu fáir þú þannig danssporin til að festast betur í miðtaugakerfinu. Kennurum er hér vandi á höndum því margt fólk hefur ekki þolinmæði í þetta og vill helst fá að hræra í sem flestum dönsum á þeim stutta tíma sem kennslutíminn er.

Hefur þú skoðun á þessu?


Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband