Samfylkingin hefur misheppnaða ímynd sem jafnaðarmannaflokkur

Forystufólkið í Samfylkingunni reynir sitt ítrasta þessa dagana að selja þá ímynd að þau séu fullmótaður jafnaðarmannaflokkur. Þessi markaðssetning er því miður bara misheppnuð.

Samfylkingin hefur nefnilega þá ímynd hjá flestum öðrum að vera bara með heillega ímynd sem femínistaflokkur með Sollu í farabroddi. Nafn flokksins er heldur ekki til vinsælda fallið, felur í sér dulið kynlegt yfirbragð sem dregur úr áhuga manns á að finna sér stað þarna.

Málflutningurinn er á tíðum óráðinn nema í örfáum málum. Með álverskosningunni er flokkurinn að verða sífellt vingulslegri vegna þess að hann getur ekki tekið afstöðu í lykilmálum. Hann er hvorki með né á móti stóriðju að því er virðist. A.m.k. neita jafnvel helstu forystumenn hans að gefa upp afstöðu sína (Lúðvík Geirsson) og eru þó til þessi kosnir, og þiggja laun fyrir, að taka ákvarðanir!

Flokkurinn hefur kæft umræðu um kvótamálið og það gerðist nánast eftir einn fund Sollu með útvegsmönnum. Hún tjáir sig lítið um þau mál núna.

Flokkurinn er að nálgast Framsóknarflokkinn mjög í málefnastöðunni, kannski þvert gegn vilja. Þeir selja nefnilega hiklaust málefnin fyrir væntingarnar um að komast í næstu stjórn. Núna virðist eina keppikeflið þeirra að kona verði einhvern tíma forsætisráðherra. Eins og að það skipti meginmáli.

Ég skil mætavel hvers vegna Jón Baldvin er ekki ánægður með útlitið á barninu sínu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264922

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband