Fréttir eru núna settar í lítt dulinn áróðursbúning í aðdraganda kosninganna

Sjálfstæðisflokknum er mikið í mun að reyna selja "stöðugleika" í aðdraganda kosninganna og svona fréttatilbúningur er bara hluti af þeim áróðri.

Maður hefði haldið að nánast opinber stuðningur Morgunblaðsins við Sjálfstæðisflokkinn væri liðin tíð. Eflaust vilja þeir meina að svo sé, en það er hreint ekki svo.

Ný tækni í kosningabaráttunni er að setja fram "fréttir" sem eru jafnvel mun sterkara áróðursbragð heldur en beinar auglýsingar. Fólk trúir í einfeldni sinni að fréttir segi alltaf satt. Hver man ekki eftir gamla orðfærinu "það er satt því það stóð í Mogganum!".

Agnes Bragadóttir lýsti því réttilega, í Silfri Egils, að blaðamenn væru ekki skoðanalausir. Hún gleymdi hins vegar að upplýsa okkur um það hversu útsmognir þeir eru við að lauma þeim í gegnum "hlutlausar" fréttirnar!


mbl.is Meira jafnvægi að komast á í hagkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Verst hvað þetta eru samt slæmar fréttir fyrir sjálfstæðisflokkinn; lár hagvöxtur alveg til ársins 2012 og enná mjög mikill viðskiptahalli. Það er samt fyndið að það er reynt að koma með jákvæða mynd á þetta allt í fréttinni.. svona einsog "Þetta er allt að koma!" fréttir fyrir landsliðið í fótbolta eða handbolta, alveg sama þótt að staðan sé ekkert góð.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 24.4.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér hefur einmitt sýnst að fréttamenn séu oft vinstrisinnaðri en góðu hófi gegni...

Ingvar Valgeirsson, 24.4.2007 kl. 17:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 264922

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband