Hvað hefur forsætisráðherrafrúin í laun fyrir byggingu hátæknisjúkrahúss?

Á sínum tíma rak Guðlaugur Þór Þórðarson "vin sinn" Alfreð Þorsteinsson úr embætti nefndarformanns um byggingu hátæknisjúkrahúss þegar hann komst að sem ráðherra heilbrigðismála. Þetta var eitt af hans fyrstu verkum. Það vita allir sem vilja vita að Guðlaugi þótti ekki mikið til donsins koma og ruddi honum út við fyrsta tækifæri.

Hvað kom í staðinn? Jú hann skipaði forsætisráðherrafrúna Ingu Jónu Þórðardóttur í þetta starf og verður ekki séð að hún hafi haft sérþekkingu á uppbyggingu hátæknisjúkrahúss.

Það virðist nú liggja í augum uppi að ekkert gengur í þessu dæmi og það hefur verið lagt til hliðar. Það eina sem er nokkuð öruggt að gangi þá er það að forsætisráðherrafrúin þiggur laun fyrir að lúra á þessu máli og draga lappirnar.

Ég skora á www.mbl.is, www.visir.is og www.dv.is að komast að því hvað forsætisráðherrafrúin er að hafa upp úr aðgerðarleysinu á þessum vettvangi?

Mér er veruleg forvitni að sjá þessar tölur á sama tíma og ekki er hægt að leiðrétta laun ljósmæðra.

(Ég sendi ritstjórn þessara miðla þessa áskorun og við sjáum hvað setur).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flott framtak hjá þér Haukur.. ég tippa á að hún sé ekki undir milljón á mánuði.. enda er sjálftektin ekki þekkt fyrir mikið lægri laun en það í þágu almennings ;)

Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég á ekki von á því að hér verði neitt upplýst frekar en fyrri daginn.

Ég sá að verið er að framlengja umsóknarfrest um starf forstjóra Landsvirkiunar og ætla að spá því að Geir Haarde verði skipaður og hætti í pólitík. Tímapunkturinn er hárréttur til þess því að honum hlýtur að leiðast getuleysi sitt og sinna manna í þessum kreppuleiðindum. Öll mál eru að verða erfið og leiðinleg í pólitíkinni. Forstjórastarf Landsvirkjunar er hins vegar vel launað og þægilegt í alla staði. Þú heyrðir þetta fyrst hér. Sjáum til!

Haukur Nikulásson, 14.9.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af hverju að hneykslast á þessu/Inga Jóna er hæfuleikarík manneskja og hefur alla burði til að stjórna þessu/en að laun hennar sé eitthvað sem við fáum ekki að vita er rétta ,það á ekki að vera leyndarmál/ Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.9.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Geir eða Árni.. ég tippa á Árna því að Sjálftektarflokkurinn getur ekki skipt um formann nú þegar þeir eru með allt niðrum sig í landsmálum sem borgarmálum.. Og ekkert þá meina ég ekkert leiðtogaefni er í þessum sjálfumglaða flokk

Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einhverra hluta vegna gladdist ég þegar Alfreð var látinn fara. Þó svo þeir hefðu ráðið Geir Ólafs í staðinn hefði mér þótt það ánægjuefni. Ekki veit ég hvaða kosti Inga Jóna hefur, en ég sé ekki að það sé alslæmt ef þetta verður slegið af um lengri eða skemmri tíma.

En hvaða kreppuleiðindi ertu að tala um? Þú ættir nú að muna, Haukur minn, það langt aftur í tímann að þú vitir að þetta er ekki kreppa. Þá er atvinnuleysisprósentan í fleirtölu og verðbólguprósentan þriggja stafa.

Ingvar Valgeirsson, 14.9.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já Ingvar, ég hef reynt og man ýmislegt eins og t.d. það að reka fyrirtæki í 130% verðbólgu (1983) með samsvarandi gengisfellingum og fleiru. Það var samt ekki versti tíminn Ingvar. Hann var 1988-89 þegar skyndilega hætti eftirspurn eftir vörum og þjónustu og flest fyrirtækin í minni grein fóru á hausinn eða hættu á næstu 3-4 árum. Þú mátt alveg trúa því að Geir segi þér að það sé ekki kreppa, enda er það bara hugtak um ástand sem á sér ekki skýrar markalínur.

Skipan vina og vandamanna í stöður af þessu tagi er ljót spilling og ekkert annað.

Næst þarf ég bara að hlusta á: á hún eitthvað að gjalda þess að vera kona forsætisráðherrans?

Haukur Nikulásson, 15.9.2008 kl. 08:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband