Snúast stjórnmál um það að eiga í stríði við starfsmenn ríkisins?

Stundum finnst manni að þeir sem lengi hafa starfað í stjórnmálum hafi týnt vegvísi sínum ef hann var þá til staðar nema til annars en að skara eld að sinni köku og/eða taka að sér hreina og klára hagsmunagæslu fyrir ríkjandi auðvald.

Árni Mathiesen hefur aldrei nokkurn tíma sýnt nokkra tilburði í þá veru að hann sé að starfa fyrir borgara þessa lands. Hann hefur frekar sýnt okkur að hann starfi fyrir hreina og klára hagsmunahópa sem eru vinir hans og fjölskylda.

Stjórnviska hans nú snýst um að finna lagaklæki til að storka ljósmæðrum í greinilegri óþökk hins stjórnarflokksins og ögrar þeim um leið með því að segja þá samábyrga (samseka!). 

Á sínum tíma stóð hann að því að ríkið seldi varnarliðseignirnar að mestu til félaga sem bróðir hans átti stóran hlut í. Það var um að ræða "afslátt" upp á 15-20 milljarða króna sem ég tel vera stærsta þjófnað Íslandssögunnar. Ekki fór heldur á milli mála, a.m.k. skv. dómi, að salan á Íslenskum aðalverktökum var kolólögleg. Í því máli var formaður s.k. einkavæðingarnefndar bæði að starfa sem kaupandi og seljandi.

Það er mín skoðun að Árni Mathiesen og nafni hans Johnsen séu með ónýtustu og spilltustu stjórnmálamönnum sem þessi þjóð hefur alið. Ekkert sem þessir menn gera er í þágu fjöldans, bara sérhagsmunahópa.  


mbl.is Leysa þarf deilu án löggjafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er sammála þér um Árna Mathiesen, ég hef aldrei svo ég muni eftir séð hann tala við fjölmiðla öðruvísi en með skæting eða hroka, en hversu spilltur hann er hef ég ekki hugmynd um.

Sævar Einarsson, 12.9.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hrokafyllri mann hef ég ekki séð í viðtölum rétt er það og að hann sé sérhagsmuna og eiginhagsmunapotari  er ég sammála um. Hann væri betur settur í einhverju bananalíðveldinu og myndi sóma sér þar vel sem "lítt spiltur stjórnmálamaður".

Þetta með ÍAV og Keflavíkurvallar dæmið  segir allt sem segja þarf og þar skitu fjölmiðlar ekki uppá bak heldur uppá haus í að fylgja því ekki eftir með ítarlegri umfjöllun en þeir gerðu.

Eigðu svo góðar studnir.

Sverrir Einarsson, 12.9.2008 kl. 16:00

3 identicon

Sammála.

Hver kaus eiginlega þennan mann....já það var víst 36% þjóðarinnar

Karma (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála.. og sjálfstæðismenn eru SEKIR allir sem einn fyrir að hafa komið þessu hyski inn á þing.

Óskar Þorkelsson, 12.9.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Sigurjón

Já, jafnvel þeir sem kusu í allt öðrum kjördæmum...  Fíflið hann Óskar á enn eina rósina.  Ekki hittirðu í þrefalda tuttugu núna.

Sigurjón, 13.9.2008 kl. 02:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband