Er viðskiptafrelsið að snúast upp í algera andhverfu sína?

Fram að síðustu kosningum kaus ég alltaf Sjálfstæðisflokkinn, studdi einkaframtak og hafði oftast nær hálfgerða óbeit á því að ríkið væri að reka fyrirtæki sem kepptu við einkarekstur.

Lengi vel var gott að lifa í þessari trú, en þróun síðustu 10 ára valda því að nú eru farnar að renna á mann tvær grímur.

Svo virðist sem frelsið sé að geta af sér einkaeinokun í stað þess sem var áður einokun ríkis, samvinnufélaga og þar áður danskra nýlenduherra.

Einokun þessi birtist í því að verslun, fjármálastarfsemi, tryggingarfélög, orkusala, olíuverslun, flutningastarfsemi og margt fleira er orðið samkeppnislaust út af samráði þeirra sem stjórna ferðinni. Skiptir þá ekki máli hvort "samráðið" sé með fundahöldum í Öskjuhlíð eða ekki. Menn geta stundað samráð án þess að ræða málið. Þeir búa til jafnvægi sín á milli þar sem enginn ruggar bát hagnaðarvonanna.

Nú er stefnt að því að einkavæða heilbrigðisgeirann enda er heilbrigðisráðherra með puttana í slíkum rekstri í gegnum konuna sína. Hjá hörðustu frjálshyggjudrengjunum sem nú eru orðnir stjórnendur og ráðherrar er öll tilvera okkar bara eitt risastórt "business opportunity" sem sjálfsagt er að nýta.

Mér finnast hlutirnir vera að þróast of hratt í átt hjartalausrar einkaeinokunar þeirra sem hafa peningavaldið. Það er bara spurning hvenær kommúnismi getur þá bara ekki átt aftur upp á pallborðið þegar við sjáum að kapítalisminn er í raun ekkert betri hugmyndafræði en kommúnisminn af þeirri einföldu staðreynd að mannskepnan er of gölluð til að geta fylgt göfugum markmiðum hugmyndafræðinganna hvort sem menn hneigjast til hægri eða vinstri.

Ég hallast að því að ríkisvaldið verði að vera nægilega óháð fjármálaöflum til að geta starfað af alvöru í þágu borgaranna. Ef það þýðir að ríkið reki starfsemi sem er í samkeppni við einkaframtakið þá er líklega tími til að skoða þann möguleika aftur, þótt fæstum sé hann hugleikinn enn sem komið er.


mbl.is Ríkið í samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er ég sammála þér, Haukur! Skrifaði um þetta sjálf fyrir skömmu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 12:33

2 identicon

Alveg sammála og í framhaldi af því er spurning hvort ríkið á ekki bara að fara í samkeppni við olíufélögin til þess eins að ná niður eldsneytisverði?

Eyþór Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 12:57

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Lára, ég kíki á það. Mér sýnist að alvöru hugmyndafræði í stjórnmálum verði að taka betur mið af þeim göllum sem við höfum, viðurkenna þá og vinna út frá því fyrir samfélagið.

Mér skilst að sú samkeppni sem Atlantsskip hafi ætlað sér hafi dáið og þeir kaupi nú flutninga af Eimskip og séu með hinum olíufélögunum í eldsneytissölunni. Þeir mega leiðrétta þetta ef ég fer rangt með.

Það er svolítið skítt Eyþór að stefnan sem maður trúði á svo lengi sé í raun ónothæf þegar á reynir. Hún sé bara öfgar í hina áttina.

Haukur Nikulásson, 12.9.2008 kl. 15:25

4 Smámynd: Sigurjón

Þetta er athyglisverð spurning Haukur.  Ég er ekki viss um að Guðlaugur hafi ekki óhreint mjöl í pokahorninu...

Sigurjón, 13.9.2008 kl. 02:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 264937

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband