Framkvæmdavald og auðvald

Lengi hefur því verið haldið fram að á Íslandi væri þrískipting valds þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.Síðar bættist við hið svokallaða "fjórða vald" sem er fjölmiðlavald.

Ég held að nú sé þessi skipting orðin tvískipt í það sem kemur fram í titli þessarar hugrenningar. Framkvæmdavaldið er búið að gleypa bæði löggjafarvaldið og dómsvaldið. Ráðherrar skipa í stöður dómsvaldsins og þar sitja að mestu mannskapur sem Davíð Oddsson hefur gróðursett á allt of löngum valdaferli, sem enn er ekki lokið. Löggjafarvaldið á Alþingi er að mestu orðin að stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið. Þar eru laun, bitlingar og aðbúnaður bara bætt til að fá menn til að vera hlýðnir og undirgefnir.

Auðvaldið er fyrir löngu búnir að gleypa fjölmiðlavaldið sem sést best á því hvernig mestallri umfjöllun er fyrirkomið í dag. Ríkisfjölmiðillinn er kominn í skúffu framkvæmdavaldsins, einkavæddur með einu hlutabréfi í skúffu ljóshærða menntamálaráðherrans.

Spurningin núna er bara orðin sú hvort verði ofan á: Framkvæmdavaldið eða auðvaldið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála Haukur.

Veðja á auðvaldið eftir alla þessa græðgivæðingu

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.1.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ekki gleyma því að raunveruleg lagasetning fer fram, á vorum dögum, í Brussel sem enn rýrir gildi Alþingis sem löggjafarsamkundu.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 18.1.2008 kl. 18:23

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband