Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

10 milljarðar dala - Ekki 10 milljónir dala - Hvernig væri að lesa og þýða rétt?

Ég trúði því ekki að verið væri að gera frétt úr svona smámunum svo ég athugaði sjálfur vef Reuters sem segir orðrétt: "The United States will pledge about $10 billion over around two years, U.S. Secretary of State Condoleezza Rice said as she flew to the Paris meeting."

Blaðamenn mbl.is eru ótrúlega seigir í gegnum tíðina að klúðra svona þýðingum út í tóma vitleysu. Er möguleiki á að fá starf þarna? 

 

(10.55 er búið að leiðrétta fréttina eftir ábendingu mína) 


mbl.is Heita 10 milljörðum dala til afgönsku þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru víðar samráð en í Öskjuhlíðinni

Hverjir græða á háu olíuverði? Að sjálfsögðu framleiðendur. Það er þeim í hag að verðið sé sem hæst.

Hluti af háu olíuverði er fólgíð í því hvernig heimspólitík er rekin og þar spila bandaríkjamenn stórt hlutverk. George W. Bush kemur úr þessari grein viðskipta. Það er álit margra að tilgangurinn með innrásinni í Írak hafi fyrst og fremst verið  til að ná tökum á olíuframleiðslu íraka og  það hafi bara hjálpað að búið var að reka þann áróður að Saddam Hussein væri djöfull sem hefði yfir gereyðingarvopnum að ráða og væri í samneyti við Al-Qaeda. Mest af þessu reyndist rugl, Saddam  var að vísu spilltur og illur en gereyðingarvopnin og Al-Qaeda tengslin voru uppspuni í ætt við þann sem Hitler notaði til að ráðast inn í Pólland í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar á reynir er George W. Bush ábyrgur fyrir margfalt fleiri dauðsföllum en Saddam Hussein, en kemst upp með það óáreittur sem leiðtogi hins frjálsa heims.

George W. Bush hefur líka tengst vopnaiðnaðinum þannig að þetta fer vel saman við hagsmuni hans og vina. Afganistan er líka notuð sem prófunarsvæði fyrir vopnaframleiðsluna og allir eru þessir herrar að græða feitt.

Íslenskir stjórnmálamenn eru svo grænir að sjá ekki í gegnum þetta. Stuðningsyfirlýsing íslendinga við Íraksstríð Bush er enn í fullu gildi og Solla skilur greinilega ekkert í samhengi hlutanna í þessu sambandi og virðist alltaf til í að fjölga íslenskum peðum hjá NATO.

Rússar taka líka þátt í þessum leik. Pútin stjórnar þar þessum málum, bæði pólitískt og viðskiptalega, og þeim væri í lófa lagið að viðhalda samkeppni um olíuviðskiptin. Það er enginn vilji til þess, þeir stórgræða nefnilega líka á háu olíuverði.

Öskjuhlíðin hefur ekki einkarétt á ólöglegu og siðlausu verðsamráði, trúið mér!


mbl.is Olíuverð í 250 dali?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggingarkostnaður átti að vera FRÁTEKNIR peningar

Þegar Síminn var seldur fyrir 66 milljarða var strax farið í að ráðstafa söluverðinu og m.a. réði Davíð Oddsson mestu um það að það yrði reist hátæknisjúkrahús. Það var honum nýtt sérstakt áhugamál, af því að hann var sjálfur veikur. Sjálfmiðuð, frek og eigingjörn pólitík eins og venjulega.

Í huga flestra íslendinga er bygging hátæknisjúkrahúss því loforð með fráteknum peningum en ekki lántaka. Við brottför Framsóknarflokksins úr ríkisstjórn var Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi hans, rekinn sem formaður bygginganefndarinnar og forsætisráðherrafrúin ráðin í staðinn á góðum bitlingalaunum sem ekki eru upplýst. Hún hefur enga sérþekkingu á viðfangsefninu og því kemur mér það ekki á óvart að hún leggi til að gefist verði upp á verkefninu. Það kemur sér nefnilega best að halda áfram að hirða launin en gera ekkert!

Það eru flestir sammála um að ríkið eigi að standa í framkvæmdum þegar illa árar til að vega upp niðursveiflur og ef þeir eru með tilbúið fjármagn sýnist manni að það sé ómögulegt að finna rök til þess að hætta við þessar framkvæmdir. Samt ætla þeir að reyna það og kemur mér ekki á óvart.

Þessi ríkisstjórn er ónýt, gráðug, sjálfumglöð og sálarlaus að Jóhönnu Sigurðardóttur frátalinni.


mbl.is Fresta nýja spítalanum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forðar dómurinn ríkinu frá stórri skaðabótakröfu?

Það er morgunljóst að útgjöld ríkisins í þessu máli eru þjóðinni til stórtjóns. Hér hefur hundruðum milljóna verið varið í málarekstur sem ekkert hefst upp úr og sannar fyrir venjulegu fólki að tilefnið var lítið sem ekkert í raun og veru. Lögregluaðgerðir, rannsókn og annað tilheyrandi hefur skaðað íslenska hagsmuni verulega, bæði ríkið og fyrirtæki Baugsmanna. Það græddi enginn neitt á þessu sorglega máli, nema lögfræðingarnir!

Það er sorglegt að valdhafar á hverjum tíma skuli geta beitt embættismönnum fyrir sig í óvildar- og hefndarskyni og það þarf að koma í veg fyrir slíka misnotkun valds eins og hér er raunin.

Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Jón Steinar Gunnlaugsson og Styrmir Gunnarsson eru arkitektar að þessu svínaríi með ofsóknaræði sínu á hendur Baugsfeðgum. Þeir uppskera... hmmm... ekkert nema skömmina af því að hafa ýtt þessu máli áfram leynt og ljóst. 


mbl.is Baugsmálinu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru trúaðir ekki bara hálfvitar?

Þó að fyrirsögnin hér að ofan sé lögð upp sem spurning þá finnst mér aukning í því að fólk með trúarhita hagi sér eins og hálfvitar og gildir mig einu hvaða trúfélagi fólk tilheyrir.

Hvernig er hægt að álykta með einhverri sanngirni að fólk sem trúir á Guð, Jesú, Allah og eitthvað fleira sem aldrei sést eða heyrist sé í alvöru vel gefið? Trúaðir eiga svo sjálfir til að líta niður á þá sem trúa á djöfulinn, álfa, huldufólk, miðla, spákerlingar og fleira í þeim dúr. Guðstrúin a.m.k. eins og hún er sett fram af Biblíunni og kirkjunnar mönnum stenst enga skoðun þegar á reynir. Fyrir rétti yrði öllu þessu kjaftæði hent út sem rugli og órum sem ekkert erindi á við veruleikann sem við lifum í.

Ég þreytist aldrei á að segja þetta: Trúmál eiga að vera einkamál einstaklinga og frjálsra áhugafélaga og algerlega á þeirra kostnað.

Mér finnst auglýsing Símans bráðskemmtileg og öðruvísi. Sú besta sem ég hef séð lengi. 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðir og uppihald á stað sem hann fer sjaldan eða aldrei til - Sanngjarnt?

Ekki ætla ég að bera blak af DV fyrir fréttaflutning. Það dettur mér ekki í hug.

Hins vegar ef Árni fer sjálfur rétt með þá er hann að fá greiðslur fyrir ferðir og uppihald á landshluta sem hann á ekkert erindi til frekar en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins.

Mér þætti vænt um ef Árni skýrði út hvers vegna hann skráir lögheimili þarna, ef engin er þörfin á því? Þú þarft ekki að eiga lögheimili í því kjördæmi sem þú býður þig fram í svo ég viti til. Hér vantar að Árni gefi nothæfa skýringu.

Það vita allir sem vilja vita að hann fór á einhverja kosningafundi þarna fyrir kosningar af því að hann var fluttur þangað í framboð af Sjálfstæðisflokknum til að rýma fyrir Þorgerði Katrínu. Ef honum finnst eðlilegt að fá greitt fyrir það margar milljónir út kjörtímabilið þá kemur það mér svo sem ekki á óvart. Hann hjálpaði bróður sínum og vinaklíku að svína út milljarða í afslátt af varnarliðseignunum og skipaði svo Þorstein Davíðsson í dómaraembætti án þess að blikna. Dýrarlæknirinn er ekki fjármálaráðherra af stjórnmálalegri hugsjón að mínu mati. Siðferði Árna Mathiesen er á núlli þegar peningar eru annars vegar. 

Er ekki nóg að hann fái nærri sex mánaða frí á fullum launum þingmanns til að kíkja þarna við til að fá sér ís í Eden?

Mér finnst rétt í stöðunni að Árni gerist núna réttlátlega reiður eins og Geir Haarde notar einatt þegar þeirra eigin kúkur flýtur upp á yfirborðið í lauginni og kemur vaggandi vinalega til baka.


mbl.is Fjármálaráðherra segir rangfærslur í frétt um lögheimili hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjörninn skotinn vegna hugsunarleysis, leti, ómennsku, níðingsháttar og nísku

Ég er ósáttur við þá leti, ómennsku, níðingshátt, hugsunarleysi og nísku að svæfa dýrið ekki og flytja það til fyrri heimkynna.

Það var nægur tími hjá yfirvöldum að gera rétt í þessu máli. Ég er hræddur um að þessar myndir af drápinu verði okkur íslendingum til jafnvel meiri skammar en hvalveiðar. Ekki finnst mér stórmannlegt að horfa á veiðimennina gorta yfir dýri sem er í útrýmingarhættu. Þetta er bara ljótt mál.

Yfirvaldið er hér ríkisstjórnin og hér endurspeglast enn og aftur gagnsleysi hennar, jafnvel í hinum minnstu og einföldustu málum.


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

553.000 bandarískum hermönnum tókst ekki að vinna Víetnam stríðið

Herbröltið í Afganistan og Írak endurspeglar þá sorglegu staðreynd að ekkert virðist hægt að læra af sögunni. Það þurfa einhvern veginn allir leiðtogar að fá að endurtaka sína útgáfu af mistökum í bland við vonda dómgreind.

Ég geri ráð fyrir að Condoleezza Rice hafi komið hér við, þetta korter sem tók að fylla bensíni á þotuna hennar, til að krefja Sollu um meira lið til Afganistan.

Það vinnur enginn stríð, það er bara spurning um hversu margir tapa lífi sínu,


mbl.is Auka þarf herafla í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver vill borða tveggja ára gamalt kjöt?

Eins illa og mér er við að útlendingar segi okkur fyrir verkum í sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar eins og hvalveiða þykir mér einsýnt að hætta þessum veiðum og tilheyrandi þvermóðsku.

Við eigum opinberlega að vera hættir hvalveiðum en getum þó veitt til eigin neyslu ef því er að skipta undir merki vísindaveiða.

Það er ekki leggjandi út í veiðar þar sem það tekur tvö ár að selja kjötið af þessum fáum dýrum sem veidd voru. Það þýðir a.m.k. ekki að bjóða mér tveggja ára gamalt hvalkjöt af dýrum sem sum voru nær ellidauða þegar þau voru veidd.

Þessar veiðar eru í dag meiri skaðvaldur en ágóði og því er þessu sjálfhætt og tímabært að Einar K. Guðfinnsson fái einhverja meðvitund!


mbl.is Langreyðakjöt sent til Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona FRÉTT er bull!

Það ætti að vera fyrir neðan virðingu íþróttafréttamanna MBL að birta þetta bull.  Vera kann að einhver sár stjórnarmaður sænska sambandsins láti þetta út úr sér vanhugsað í miðju svekkelsi eftir tapleikinn en að taka það alvarlega er jafnvel enn vitlausara. Svíarnir hafa líka tekið upp þessa dellu t.d. Aftonbladet. Mistök dómara eru líka hluti af leiknum.


mbl.is Svíar ætla að kæra leikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 264931

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband