Eru trúaðir ekki bara hálfvitar?

Þó að fyrirsögnin hér að ofan sé lögð upp sem spurning þá finnst mér aukning í því að fólk með trúarhita hagi sér eins og hálfvitar og gildir mig einu hvaða trúfélagi fólk tilheyrir.

Hvernig er hægt að álykta með einhverri sanngirni að fólk sem trúir á Guð, Jesú, Allah og eitthvað fleira sem aldrei sést eða heyrist sé í alvöru vel gefið? Trúaðir eiga svo sjálfir til að líta niður á þá sem trúa á djöfulinn, álfa, huldufólk, miðla, spákerlingar og fleira í þeim dúr. Guðstrúin a.m.k. eins og hún er sett fram af Biblíunni og kirkjunnar mönnum stenst enga skoðun þegar á reynir. Fyrir rétti yrði öllu þessu kjaftæði hent út sem rugli og órum sem ekkert erindi á við veruleikann sem við lifum í.

Ég þreytist aldrei á að segja þetta: Trúmál eiga að vera einkamál einstaklinga og frjálsra áhugafélaga og algerlega á þeirra kostnað.

Mér finnst auglýsing Símans bráðskemmtileg og öðruvísi. Sú besta sem ég hef séð lengi. 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mesti trúarhiti sem sést hérlendis er líklega Vantúarmaður í ham...

Annars er ég trúaður - samt ekki svo mikill hálfviti ef vel er að gáð. Fannst Júdasarauglýsingin býsna fyndin og hef heyrt sama frá flestöllum trúuðum sem ég þekki. En eins og með margt annað þá hljómar hávær minnihluti hærra en hógvær og stilltur meirihluti.

Ingvar Valgeirsson, 5.6.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Mofi

Þú ( Haukur ) virðist vera mjög umhugað um réttlæti og hvað er gott og hvað er slæmt svo ég er mjög forvitinn að heyra hvað þér finnst um bók C.S.Lewis um kristni: C.S. Lewis - Mere Christianity   Aðal ástæðan fyrir því er að C.S.Lewis þarna fjallað aðalega um kristni út frá siðferðis sjónarhorni og mér finnst hann gera það ansi vel.

Mofi, 5.6.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hef ekki þá skoðun að trú fólks geri það vont Mofi. Ég er hins vegar búinn að fá nóg af því forræði sem kirkjan hefur oft í veraldlegu tilliti. Einnig er ég andvígur því að trú sé þröngvað inn á fólk með hótunum um einhverja eilífa vítisvist ef þú lætur ekki undan. Svo er ég algerlega á móti því að samfélagið borgi trúariðkun af nokkru tagi.

Flest kristið fólk er gott fólk en óvart líka flestir islamistar, búddistar, báháíar...

Mitt siðferði og siðgæði er að stærstum hluta hið sama og kristinna manna og ég leyfi mér að trúa á hið góða í manninum. En hef enga vitneskju um það að það sé "rétt" trú hjá mér. Ég hef bara valið þetta fyrir mig. Það þarf enginn að sjá mér fyrir kirkju eða tilbeiðsluaðstöðu, prestum, biskupum, vígslubiskupum eða páfum til að ég geti iðkað trúmál og tilvistarpælingar.

Það hefur engum tekist að sanna eitt eða neitt í trúmálum og það virðist ekki einu sinni í sjónmáli í bráð. 

Svo ég svari spurningunni um C.S. Lewis - Mere Christianity þá er svarið nei. Ég er nokkuð viss um að hann sannfæri mig ekki um neitt frekar en aðrir í trúmálum.

Haukur Nikulásson, 5.6.2008 kl. 21:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband