Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Af hverju eru forstjórarnir ekki reknir?

Mér þykir svo sem ekki undarlegt að verða enn og aftur vitni að því að forstjórar stórfyrirtækja séu í skipulagðri glæpastarfsemi. Þessi mál eru að koma upp aftur og aftur.

Það sem er hins vegar undarlegt er að þessir stjórnendur virðast aldrei axla neina ábyrgð. Af hverju eru þeir ekki reknir af stjórnum fyrirtækjanna með skömm og stóru skófari á afturendanum?

Skaði upp á hundruð milljóna eru margföld launin þeirra. Hvað eru stjórnir þessara fyrirtækja yfirleitt að hugsa? Til hvers eru þær? Er óskammfeilnin að verða svo mikil að það skipti engan neinu máli hvað menn gera í háum stöðum á Íslandi? Kjósendur kóróna svo vitleysuna með því jafnvel að kjósa dæmda þjófa á þing!

Er þessari þjóð viðbjargandi úr spillingarmálunum?


mbl.is Viðurkenna ólöglegt samráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viljum við að ríkið haldi áfram þurftarlausri skattpíningu?

Það virðist vera náttúrulögmál á Íslandi að þegar ríkisvaldið hefur einu sinni skellt á álögum á almenning virðist ekki nokkur einasta leið að ná þeim burtu.

Ég leyfi mér hér að minna á að ég var mjög ungur maður þegar ríkið ákvað að skella á sérstöku tímabundnu vörugjaldi með lögum fyrir rúmum 30 árum síðan. Eina breytingin á þessari gjaldtöku var að breyta lögunum 1988 eftir 10 ára gjaldtöku og fella niður orðin "sérstakt" og "tímabundið" enda var sú orðanotkun þá orðin beinlínis hlægileg.

Ýmsir einfaldari talsmenn ríkisstjórnarinnar þ.á.m. þingmenn hafi látið út úr sér að fjármál ríkisins séu í sérstaklega fínu lagi vegna þess hversu mikill afgangur er af fjárlögum. Þetta mun talið í tugum milljarða.

Það er óþolandi með öllu að ríkið taki meira til sín af fjármunum almennings en þörf er á. Ekkert frekar en að þetta væri húsfélag, svo búin sé til einhver samlíking. Það hefur nefnilega sýnt sig að það er ekki ávísun á ráðdeild að hleypa opinberum aðilum í að eyða fé sem þeir eiga ekki sjálfir!

Hvaða þingmenn höfum við á Alþingi sem sjá að hér er breytinga þörf? Halló!? 


mbl.is Ekki tímabært að tímasetja skattalækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég blogga undir heitinu GUÐ ALMÁTTUGUR?

Yfirleitt hef ég samþykkt þá sem óska eftir bloggvináttu en gerði undantekningu nýlega. Það var sjálfur Barack Obama sem óskaði eftir bloggvináttu. Einhvern tíma hefði ég verið upp með mér af svona heiðri en ég hef bara ekki trú á að frambjóðandinn sé sjálfur hér á ferðinni og hafnaði því beiðninni.

Ég skoðaði bloggsíðuna og sé að fjöldi fólks eru núna bloggvinir Baracks Obama, þar á meðal Jón Magnússon þingmaður sem nú nýtur þess heiðurs að forsetaframbjóðandinn setur þar inn athugasemd. Reyndar setti ég inn spaugathugasemd á bloggið hans Jóns sem hann hefur greinilega ekki smekk fyrir og felldi niður. Í staðinn er Barack Obama með glaðhlakkalega athugasemd um sigur sinn í forkosningum í Iowa og það meira að segja á ótrúlega góðri íslensku!

Nú þykist ég vita að Mogginn fjarlægir þá sem ljúga upp nöfnum eins og gerðist með þann sem hermdi eftir Sóleyju Tómasdóttur um daginn. Nú langar mig að spyrja hvort ekki sé núna kjörið að maður bloggi undir heitinu Guð Almáttugur ef hver sem er getur notað hvaða heiti sem er. Hver eru línurnar dregnar í þessu efni?

Get ég fengið að hafa Guð Almáttugur í friði þar til almættið sjálft gerir kröfu um að það yrði fjarlægt. Nú væri skemmtilegt að heyra álit Árna Matt eða einhvers umsjónarmanna www.blog.is. 


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264914

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband