Viljum við að ríkið haldi áfram þurftarlausri skattpíningu?

Það virðist vera náttúrulögmál á Íslandi að þegar ríkisvaldið hefur einu sinni skellt á álögum á almenning virðist ekki nokkur einasta leið að ná þeim burtu.

Ég leyfi mér hér að minna á að ég var mjög ungur maður þegar ríkið ákvað að skella á sérstöku tímabundnu vörugjaldi með lögum fyrir rúmum 30 árum síðan. Eina breytingin á þessari gjaldtöku var að breyta lögunum 1988 eftir 10 ára gjaldtöku og fella niður orðin "sérstakt" og "tímabundið" enda var sú orðanotkun þá orðin beinlínis hlægileg.

Ýmsir einfaldari talsmenn ríkisstjórnarinnar þ.á.m. þingmenn hafi látið út úr sér að fjármál ríkisins séu í sérstaklega fínu lagi vegna þess hversu mikill afgangur er af fjárlögum. Þetta mun talið í tugum milljarða.

Það er óþolandi með öllu að ríkið taki meira til sín af fjármunum almennings en þörf er á. Ekkert frekar en að þetta væri húsfélag, svo búin sé til einhver samlíking. Það hefur nefnilega sýnt sig að það er ekki ávísun á ráðdeild að hleypa opinberum aðilum í að eyða fé sem þeir eiga ekki sjálfir!

Hvaða þingmenn höfum við á Alþingi sem sjá að hér er breytinga þörf? Halló!? 


mbl.is Ekki tímabært að tímasetja skattalækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Haukur,

ef ég vissi ekki betur ertu genginn í frjálshyggjudóm - en svona í alvöru; gott innlegg og á hverjum tíma þarft að minna stjórnmálamenn á að fara varlega ofan í vasa almennings. Ef afgangur af fjárlögum er verulegur er freistingin mikil til þess að setja fé í alls kyns verkefni og varpa frá sér ávallt þörfu aðhaldi. Hefur ekki Pétur Blöndal stundum talað á þessum nótum? Mér dettur reyndar í hug fáeinir í viðbót en læt þetta duga í bili.

Kveðja,

Ólafur Als, 9.1.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

30 milljarðar eru það sem ríkið sýgur úr vösum okkar og kitlar stjórnarandstöðuna og gæluverkefnis-sérhagsmunahópa með sem "afgang" af rekstri ríkissjóðs.

Geir Ágústsson, 9.1.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og talað út úr mínum eigin rassi. Góð grein um málið hér:

http://www.andriki.is/default.asp?art=07122007

Ætli þeir noti svo ekki einhver hundruð milljónir af tekjuafgangnum til að kaupa upp gömlu útihúsin við Laugaveg og halda svo áfram að tala um hvað þeir hafi ekki efni á að hækka laun kennara, lögreglumanna, hjúkrunarfólks og annarra lífsnauðsynlegra stétta.

Ingvar Valgeirsson, 9.1.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Greinin á Andríki er einmitt það sem ég treysti mér ekki til að fara út í. Ég gæti endalaust talið upp útgjaldaliði sem á að hætta. Þeir eru ekki einhverjar milljónir í þessum tittlingaskítseyðslum á ódýra vini heldur milljarðaútgjöld í kirkjustandið, ríkisútvarpið, sóðalega eftirlaunafrumvarpið, utanríkis- og varnarmál og alls kyns lista- og menningar- og íþróttastarfsemi sem í nútímanum á að vera á beinu framfæri þeirra sem þess vilja njóta.

Ingvar, það á ekki að ýta á nöldurhnappinn á mér svona í tíma og ótíma!

Haukur Nikulásson, 10.1.2008 kl. 00:22

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þeir eru reyndar að sleppa ódýrt frá "kirkjustandinu" - ríkið fékk jú í skiptum fyrir laun 150 presta og einhverjar sérgreiðslur talsvert af kirkjujörðum. Þó svo að talsvert af þessum jörðum hafi kirkjan gegnum tíðina eignast með vafasömum hætti er líka mikið af landi sem kirkjunni hefur verið gefið og hún fengið í arf - t.d. Breiðholt og Garðabær. Því held ég að ríkið sé að sleppa ákaflega billega frá því.

Margt af hinu, sem talið er upp, get ég hinsvegar skrifað undir heilshugar.

Ingvar Valgeirsson, 11.1.2008 kl. 12:20

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 264941

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband