Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Illur fengur, illa forgengur hét það (á lélegri pólsku: What goes around, comes around)

Vælið í  Samfylkingarfólki er ótrúlegt. Þau studdu Binga áfram til valda og áhrifa þrátt fyrir hans þátt í spillingarmálunum og notfærðu sér það til að ná meirihluta. Björn Ingi er búinn að skjóta sinn feril á kaf. Gerspilltur og síngjarn. Honum verður aldrei treyst fyrir túkalli.

Ég er líka að verða alvarlega sannfærður um að eftir 10 ára atvinnuferil í stjórnmálum er Margrét Sverrisdóttir einhver mesti auli í pólitík sem komið hefur fram. Ég held ég hafi ekki frekari orð um það.

Ólafur F. Magnússon stenst ekki það að verða borgarstjóri. Valdagræðgi? Hver sá sem gefur sig út í stjórnmál hefði ekki þegið þetta?

Sjálfstæðisflokkurinn er í undarlegri undirlægjustöðu. Það þarf að lítillækka sig mikið til að láta svona mikið embætti frá sér til að komast í meirihluta á ný.

VG má þó eiga það að þau hafa lítið sem ekkert tjáð sig um þetta mál. Að þessu sinni hafa þau meira vit en Samfylkingin.

Þegar öllu er á botninn hvolft er ekki heil brú í stjórnmálum borgarinnar, hnífar og svik í öllum hornum.

Orðið traust í stjórnmálum hefur enga merkingu í dag.

Það er kominn tími til að brjóta upp flokkakerfið, bæta siðferði og siðgæði í stjórnmálum og viðskiptum. Verst að það nennir enginn að skipta sér af þessum málum af alvöru eða heilindum. Það eru allir svo uppteknir að maka krókinn fyrir sjálfa sig.

Hjá mörgum er hugarfarið þetta: Þessi leikur gengur út á að ná völdum, ef þú þolir hann ekki... hættu þá bara!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: telur nýjan meirihluta óstarfhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafðist Margrét þess að Ólafur framvísaði læknisvottorði?

Ég hef ekki ennþá séð svar við þessari spurningu. Það kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir að Ólafur F. Magnússon læknir væri krafinn um læknisvottorð þegar hann snéri aftur til starfa eftir að Margrét Sverrisdóttir hafði hjálpað til við að fella meirihlutann.

Hvaða önnur manneskja í veröldinni gat haf hag af því að Ólafur yrði áfram "veikur" nema Margrét Sverrisdóttir? 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fötin fella manninn!

Satt að segja hélt ég að það væri meira púður í Birni Inga, þessum vonarpeningi Framsóknarmanna. Hann virðist bresta úthald vegna þess eins og hann fékk einhverja fatapeninga frá flokknum í kosningabaráttu sem ég hélt að flestir hafi talið ótrúlega vel lukkaða.

Maðurinn er nefnilega í oddaaðstöðu í borginni og hefur getað notað/misnotað þá stöðu að vild.

Ég er sammála mörgum hér að nú sé Framsóknarflokknum öllum lokið. Það var líka tími til kominn.

Mín skoðun er sú að stutt sé í að Sjálfstæðisflokkurinn líði undir lok. Meira að segja tryggir flokksmenn (eins og ég allt þar til í fyrra) eru að yfirgefa þá skútu vegna ógeðs á valdagræðgi, spillingar- og þjófnaðarmálum þeirra sem stjórna flokknum.

Þegar flokkarnir eru orðnir svona vel saddir lífdaga og fullir spillingarkrabbameini, af hverju mega þeir þá ekki deyja drottni sínum eins og annað sem er komið langt fram yfir síðasta söludag? 

 


mbl.is Björn Ingi úr Framsóknarflokki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ljótasta sem ég hef orðið vitni af á ferlinum segir Davíð

Fannst honum ekkert ljótt við að samþykkja að Ísland styddi stríðið gegn Írak?

Fannst honum ekkert ljótt að leggja blessun sína yfir dauða hundruða þúsunda í Írak?

Fannst honum ekkert ljótt að horfa upp á hengingu Saddams Hussein?

Mér finnst skrýtið hvernig Davíð Oddsson flokkar ljótleikann á eigin ferli. 


Framkvæmdavald og auðvald

Lengi hefur því verið haldið fram að á Íslandi væri þrískipting valds þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald.Síðar bættist við hið svokallaða "fjórða vald" sem er fjölmiðlavald.

Ég held að nú sé þessi skipting orðin tvískipt í það sem kemur fram í titli þessarar hugrenningar. Framkvæmdavaldið er búið að gleypa bæði löggjafarvaldið og dómsvaldið. Ráðherrar skipa í stöður dómsvaldsins og þar sitja að mestu mannskapur sem Davíð Oddsson hefur gróðursett á allt of löngum valdaferli, sem enn er ekki lokið. Löggjafarvaldið á Alþingi er að mestu orðin að stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið. Þar eru laun, bitlingar og aðbúnaður bara bætt til að fá menn til að vera hlýðnir og undirgefnir.

Auðvaldið er fyrir löngu búnir að gleypa fjölmiðlavaldið sem sést best á því hvernig mestallri umfjöllun er fyrirkomið í dag. Ríkisfjölmiðillinn er kominn í skúffu framkvæmdavaldsins, einkavæddur með einu hlutabréfi í skúffu ljóshærða menntamálaráðherrans.

Spurningin núna er bara orðin sú hvort verði ofan á: Framkvæmdavaldið eða auðvaldið? 


Það þarf að vekja eldmóðinn fyrir leikinn við svía

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig Alfreð tekst að vekja andlegu hlið okkar manna. Ég er á þeirri skoðun að líklega hefur okkar landslið aldrei verið betra og reynslumeira á pappírunum en það skiptir bara engu máli þegar hólminn er komið.

Mörg lið á mótinu eru svo áþekk í getu að það lið sem nær upp stemmingu á andlega sviðinu í flestum leikjum vinnur mótið.

Ég vona að Alfreð nái að pipra upp í afturenda okkar leikmanna andlegu hliðina og ég er satt að segja svolítið spenntur að þessu sinni. En þar sem maður er nú bara áhorfandi verður maður að geta tekið því eins og maður ef þetta fer öðruvísi.

Aldrei hafa væntingarnar verið jafn miklar. Hins vegar vita allir sem að íþróttum koma að ef þú trúir því ekki að þú getur unnið þá gerir þú það bara ekki. Þess vegna þurfa "strákarnir okkar" (ennþá!) að trúa því að þeir geti þetta. Áfram Ísland! 

 


mbl.is Svíar spá Íslandi 10. sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ársæll Harðarson - Úr því að þú kvartar get ég það líka

Ársæll Harðarson markaðsstjóri Ferðamálastofu vill rökstuðning ráðherra fyrir því af hverju hann var sniðgenginn við  ráðningu í stöðu Ferðamálastjóra.

Úr því Ársæll finnur sig í að kvarta yfir því að vera órétti beittur vil ég gjarnan spyrja hann hvort það sé sæmandi að Ferðamálastjóri sé maður sem hýrudregur unglinga um sumarlaunin þeirra í hjáverkum?

Það er minn vitnisburður að Ársæll Harðarson sé óheiðarlegur og eigi því ekkert erindi í stöðu Ferðamálastjóra né nokkra aðra stjórnunarstöðu ef því er að skipta. Það er nóg af óheiðarlegu fólki í háum stöðum hjá ríkinu svo Ársæli sé ekki bætt við þann hóp. 

 


Það er betra að vera geðgóður í frægðinni

Það er greinilega ekki alltaf tekið út með sældinni að vera fræg, rík og eftirsótt sem myndefni. Frægðin kostar sitt og sem betur fer er frægðin ekki mikið að þvælast fyrir flestu sæmilega geðgóðu fólki.

Ég hef ástæðu til að ætla að Björk hafi erft svolítið genetískan stuttan spotta og að hann sé hennar aðal vandi en ekki nein svakaleg ágengni ljósmyndara.

Ég ætla svo sem ekkert sérstaklega að bera blak af ljósmyndaranum. Það er sjálfsögð kurteisi að biðja stjörnuna í vinsemd um að fá að taka ljósmyndir og virða hennar rétt til einkalífs.

Björk þarf samt að virða hæfilega að hún á lifibrauð sitt undir því að vera opinber persóna, það er einfaldlega hennar gjald fyrir fræðgina og ríkidæmið. 


mbl.is Björk réðist á ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagsmessan - Turn turn turn - Eitt fallegasta lag poppsögunnar

Pete Seeger þjóðlagasöngvari samdi þetta lag við texta úr Biblíunni. The Byrds með þá Roger McGuinn og David Crosby í fararbroddi gerðu það að stórsmelli árið 1965 og sat það í efstu sætum vinsældalista svo vikum skipti sem hlýtur að vera afrek á hátíndi Bítlaæðisins sem þá gekk yfir.

Mér finnst smekklegur gítarleikur McGuinn bera lagið uppi auk þess sem lagið er að sjálfsögðu afburða vel samið með góðum texta. Þessi flutningur lagsins á tónleikum er frá árinu 1990.


Er sambýliskonan ekki með sinn rétt líka?

Indíana Karítas Seljan Helgadóttir á greinilega að vera dóttur föður síns hins fræga sjónvarpsmanns Helga Seljan. Ekki virðist það eiga að týnast. Hún á að bera tvö nöfn frá föður sínum, en ekkert frá móður sinni.

Hvar er réttur móðurinnar? Af hverju verður barnið ekki nefnt eftir henni og kallað Indíana Karítas Seljan Helga- og Katrínardóttir og þá er nafnið komið í 47 stafi með orðabilum?

Einhver myndi á móti segja að Helgi væri að hlífa kerfinu því hann hefði getað valið dótturinni hið  fyrrum konunglega íslenska nafn Margrét Alexandrine Þórhildur Ingrid Seljan Helga- og Katrínardóttir sem væri til heiðurs fyrrum ríkisarfa Íslands. Með þessu tækist honum að koma nafninu í heila 68 stafi með orðabilum og gera með því ennþá meira stólpagrín að þessu auma tölvukerfi Hagstofunnar!

Mér finnst stundum Helgi vera í þeirri deild að vilja ofbjóða hlutunum í sínu starfi. Hann mætti kannski hafa hagsmuni barnsins í huga þegar hann velur henni nafn í stað þess að hleypa þessu í þá sérvisku að þurfa endilega að nota það til að sanna mál sitt um galla í tölvuskráningarkerfi ríkisins.

Ég vona bara að  Helgi Seljan nenni að aðlaga sig að því að vera í samfélagi með öðrum t.d. í umferðinni.

 


mbl.is Nennir ekki laga sig að tölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264825

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband