Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Þjófnaður orkuauðlindanna gengur hratt fyrir sig

Ég hef lengi verið mótfallinn því að einkavæða orkufyrirtæki og skyldar auðlindir landsins. Ég er hins vegar ekki mótfallinn því að stofnuð séu fyrirtæki til útrásar til að selja útlendingum sérfræðiþekkingu.

Ég get hins vegar ekki séð betur en að allt stefni í að útrásarfyrirtækin muni éta upp móðurfyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun fyrr en nokkur fær rönd við reist.

Áður en við vitum um verður almenningur fyrir barðinu á nýju einokunarokri í rafmagni, heitu og köldu vatni og fráveitu. Halda menn í alvöru að hér muni í framtíðinni ríkja mikil samkeppni milli einkarekinna orkufyrirtækja um að fjarlægja frá okkur piss og kúk?

Mér finnst hins vegar óhuggulegast í þessu hvað þetta gerist hratt. Stjórnmálamenn eru plataðir upp úr skónum nánast á nó-tæm í þessum efnum. Það er ekkert staldrað við til að hugsa um hvað samfélaginu er fyrir bestu í þessum málum.


mbl.is Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Invest að sameinast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fangelsi á íslandi 3ja eða 4ra stjörnu?

Ef þetta er dæmigerður fangaklefi þá lítur þetta ekki óhuggulega út. Örugglega ekki mikið verra en kollegí á Bifröst eða hvað?

Ef mig misminnir ekki hafa fangar frítt húsnæði, fæði, læknishjálp, tannlækningar, tækifæri til að fara í nám og ýmislegt fleira ef þeir haga sér vel.

Skyldi vera ódýrara að velja fangelsi sem námsleið heldur en Bifröst?

Bara smá vangaveltur!


mbl.is Spurning hvort einkaaðilar eigi að koma að rekstri fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk lögreglan sönnun fyrir því að hundinum hafi verið lógað?

Ég vona að lögreglan hafi tekið af allan vafa um þetta. Hegðun mannsins skv. fréttum gefur ekki tilefni til að taka bara orðin hans trúanleg.

mbl.is Grimmum hundi lógað á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aldrei hægt að taka á bruðli stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur?

Hvern fjandann ætla þeir að gera við svona 8 milljóna króna tæki í virkjunarhúsi? Horfa á enska boltann yfir bjórkollu?

Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa ítrekað verið gómaðir í alls kyns bruðli með opinbert fé og vegna hlutafélagavæðingar gerir eigandinn ekki neitt í þessum málum.

Aðalbygging OR var óhóflega dýr vegna hönnunarrugls og síðan hafa menn leikið sér með fé borgarbúa í gæluverkefnum og áhugamálum svo sem línu net, risarækjueldi, kaupum á landi undir frístundabyggð og ótal fleiri málum.

Þeir gera í raun allt annað en það sem við borgarbúar og viðskiptavinir og eigendur fyrirtækisins eigum skýlausan rétt á, og það er að þeir andskotist til að lækka frekar orkuverðið til okkar!

Ég krefst þess að borgarstjórn taki þetta til umfjöllunar og setji bönd á þennan mannskap. 


mbl.is Tvö 103 tommu sjónvörp seld á átta milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningaleikur Kalla Tomm

Ég hugsa mér manneskju.

Engin takmörk á nei-um. Fire away. 


Kvennatal í himnaríki

Tvær konur voru komnar til himna og tóku tal saman...

Guðrún: Sæl ég heiti Guðrún.
María: Ég heiti María. Hvað dró þig til dauða?
Guðrún: Ég fraus í hel.
María: Hvílík skelfing!
Guðrún: Það gat verið verra. Þegar ég hætti að skjálfa varð mér heitt og varð syfjuð og dó friðsamlegum dauðdaga. Hvað með þig? Hvað kálaði þér?
María: Ég fékk hjartaáfall. Ég var viss um að maðurinn minn væri að halda framhjá svo ég laumaðist til að koma óvænt snemma heim og góma hann glóðvolgan. Hann sat bara fyrir framan sjónvarpið, aleinn.
Guðrún: Hvað gerðist eiginlega?
María: Ég var svo viss um að það væri kona í húsinu svo ég hljóp upp á loft að leita, niður í kjallara,kíkti í alla skápa og leitaði út um allt. Að endingu varð ég svo yfirkominn af þreytu að ég fékk hjartaáfall og dó.
Guðrún: Þar fór í verra. Ef þú hefðir leitað í frystikistunni værum við báðar á lífi!

Bloggmegrun - Er hún möguleg?

Ég hef lítið gert af því að fjalla um mín persónulegu mál. Hef hingað til haldið mig við pólitík og léttvægari dægurmál. Nú langar mig að breyta aðeins til.

Um mánaðamótin voru liðin 4 ár frá því ég hætti að reykja vindla. Þeir voru orðnir hátt í 15 að jafnaði á dag og þetta gekk ekki lengur. Ég var farinn að finna fyrir óþægindum sem ég tengdi reykingunum eins og hjartsláttaróreglu og mæði. Það að hætta reykingunum hefur dregið úr óþægindunum en afleiðingarnar hjá mér voru samt eins og hjá mörgum öðrum: Þyngdaraukning upp á ca 12 kíló.

Nú tel ég tímabært að losna við þau og mér datt í hug hvort við getum myndað hér samhjálparhóp í þessu og býðst ég til að taka að mér skráninguna. Ég hef ákveðið að setja mér það markmið að losna við 12 kílóin á þremur mánuðum þ.e. eitt kíló á viku. Held ég að það sé hóflegt markmið hvað mig varðar. Í dag er ég 93.8kg og það þýðir að vigtin mín eigi að sýna 82 kg. þann 1. janúar 2008.

Ég er ekki hlynntur neins konar sveltimegrun og tel að árangur náist með lífsstílsbreytingu fremur en heilu hungri. Ég er í ágætri hreyfingu og þarf því ekki að blekkja mig á því að íþróttaiðkun sé megrandi. Holdarfar mitt er að mestu bara ofát. Í mínu tilviki nammi, gos og franskar kartöflur sem er orðið tímabært að ég gamall maðurinn hætti að mestu nema spari.

Nú væri gaman að heyra hvort einhverjir bloggarar vilji vera með mér svínfeitum manninum í þessu verkefni og við getum þá styrkt hvert annað í þessu með sama hætti og fólk hefur stutt hvert annað á þessum vettvangi í ýmsum öðrum málum. Kosturinn við að gera þetta hér á blogginu er að í því felst hálf opinbert eftirlit og hæfilegur ótti við niðurlægingu ef þetta tekst ekki!

Hver ykkar eru með?


Á að drepa krónuna þegar hún loksins hefur einhvern styrk?

Megnið af minni ævi hefur íslenskan krónan verið eitthvert aumingjalegasta fyrirbrigði sem þessi þjóð hefur búið við. Endalausar gengisfellingar þessa gjaldmiðils var regla á árum áður, eða a.m.k. í hvert skipti sem útgerðaraðila vantaði meiri pening. Þetta gerði það að verkum að engin gat borið nokkra virðingu fyrir henni og botninum var náð með flotkrónunni svokölluðu sem var pínulítil og væskilsleg álþynna.

Á síðustu árum hefur krónan hins vegar haldið mjög sterku gengi og þar ber hæst að hún hefur unnið sig upp gagnvart dollar úr 119 krónum þegar verst lét í 57 krónur þegar best lét fyrir skömmu. Núna stendur hún í 62-63 krónum á dollar. Ég sé hins vegar ekkert að því að stefna að því að fara að dæmi dana og binda gengi krónunnar við Evru og fella niður verðbætur í sömu andrá. Hvað mælir gegn því?

Það er því athyglisvert að loksins þegar þessi virðingarlausi afdalagjaldmiðill er farinn að standa sig að þá gerist raddir hvað háværastar í að leggja hana niður. Þetta virkar álíka gáfulegt á mig og sömu raddir sem krefjast þess að Ísland verði útnáranýlenda Evrópusambandsins loksins þegar landið er að verða sæmilega bjargálna á eigin spýtur.

Mér finnst að þeir sem sjái ljósið í þessu láti til sín taka í þessu samfélagi og láti ekki auðmenn og græðgiskónga draga okkur í gamla nýlendustefnu sem fyrri kynslóðir höfðu svo mikið fyrir að losna við. 


« Fyrri síða

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264972

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband