Bloggmegrun - Er hún möguleg?

Ég hef lítið gert af því að fjalla um mín persónulegu mál. Hef hingað til haldið mig við pólitík og léttvægari dægurmál. Nú langar mig að breyta aðeins til.

Um mánaðamótin voru liðin 4 ár frá því ég hætti að reykja vindla. Þeir voru orðnir hátt í 15 að jafnaði á dag og þetta gekk ekki lengur. Ég var farinn að finna fyrir óþægindum sem ég tengdi reykingunum eins og hjartsláttaróreglu og mæði. Það að hætta reykingunum hefur dregið úr óþægindunum en afleiðingarnar hjá mér voru samt eins og hjá mörgum öðrum: Þyngdaraukning upp á ca 12 kíló.

Nú tel ég tímabært að losna við þau og mér datt í hug hvort við getum myndað hér samhjálparhóp í þessu og býðst ég til að taka að mér skráninguna. Ég hef ákveðið að setja mér það markmið að losna við 12 kílóin á þremur mánuðum þ.e. eitt kíló á viku. Held ég að það sé hóflegt markmið hvað mig varðar. Í dag er ég 93.8kg og það þýðir að vigtin mín eigi að sýna 82 kg. þann 1. janúar 2008.

Ég er ekki hlynntur neins konar sveltimegrun og tel að árangur náist með lífsstílsbreytingu fremur en heilu hungri. Ég er í ágætri hreyfingu og þarf því ekki að blekkja mig á því að íþróttaiðkun sé megrandi. Holdarfar mitt er að mestu bara ofát. Í mínu tilviki nammi, gos og franskar kartöflur sem er orðið tímabært að ég gamall maðurinn hætti að mestu nema spari.

Nú væri gaman að heyra hvort einhverjir bloggarar vilji vera með mér svínfeitum manninum í þessu verkefni og við getum þá styrkt hvert annað í þessu með sama hætti og fólk hefur stutt hvert annað á þessum vettvangi í ýmsum öðrum málum. Kosturinn við að gera þetta hér á blogginu er að í því felst hálf opinbert eftirlit og hæfilegur ótti við niðurlægingu ef þetta tekst ekki!

Hver ykkar eru með?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband