Stjórnin ekki búinn að gera fjórðung af því sem þarf

Ég þreytist ekki á að halda því fram að við erum ekki byrjuð að sjá nema brot af þeim erfiðleikum sem hrunið olli. Fólk fær ennþá að borða og býr enn í íbúðum sínum. Þetta breytist eftir kosningarnar. Þá fara bankarnir á fullt að leysa til sín fasteignir fólks á skítlegu uppboðsverði vegna þess að það er enginn kaupgeta. Fólk má hugsa sig um núna, fyrir kosningar, hvað það er að kalla yfir sig.

Í augnablikinu er orðið líklegast að ég kjósi Borgarahreyfinguna og þá ekki síst til að koma fram þeirri skoðun að þeirra ráðaleysi og skoðanaleysi sé a.m.k. heiðarlegra en þeirra sem hafa ekki bara haft áskrift að launum heldur líka verið þátttakendur í spillingunni.

Allir núverandi þingflokkar hafa tekið fé úr sameiginlegum sjóðum til að viðhalda sér. Ég held að það sé kominn tími á að senda sterkari skilaboð strax. Gamla liðið verður líkast til áfram við völd, með sama ráðleysið og áður.

Eftir kosningarnar spái ég því að brátt hefjist ný búsáhaldabylting og hún verður ljótari en sú fyrri.

Bölsýni? - Nei, réttsýni án þunglyndis.


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Er hægt að kalla byssu búsáhald?

corvus corax, 24.4.2009 kl. 10:12

2 identicon

þú mátt túlka byssu sem búsáhald ef þú vilt, btw ég er sammála þessu bloggi. fyrir utan með borgarahreyfinguna.

ég (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 13:50

3 identicon

Borgarahreyfingin er ljósi punkturinn í tilverunni þessa stundina.

Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband