Niðurlag fréttarinnar er bull - Hvar er ritstjórnin á þessu?

"Af hverju er hálfsextugur maðurinn einn íslenskra tónlistarmanna að berjast fyrir umbótum í samfélaginu?"

Mér finnst sjálfsagt að menn hrósi Bubba fyrir hans framtak. Mér finnst hins vegar Hörður Torfason og margir fleiri fá hér kaldar kveðjur fyrir sína margra vikna baráttu á Austurvelli með þúsundum annarra.

Ég skil ekki lengur hvernig sumir blaðamenn skrifa. Þeir eru orðnir alltof margir sem sjá ekki upp úr tunnunni þegar þeir fjalla um málin.


mbl.is Alltaf má treysta á Bubba Morthens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Birgisson

Ég skildi niðurlagið sem "hvar eru yngri tónlistarmennirnir" þ,e. arftakar. Hörður er í svipuðum aldurshóp og Bubbi og það er hæpið að kalla hann arftaka Bubba.

Georg Birgisson, 11.2.2009 kl. 08:51

2 identicon

Aðrir í EGO eru að vísu eitthvað yngri en Bubbi. Það ættu að vera skipulagðir hávaðasamir hljómleikar við Seðlabankann á hverjum morgni þar til Davíð hefur endanlega verið komið þaðan út.  Ég skora á allar ,, hugsandi hljómsveitir " að taka sig nú til og spila þarna ef veður leyfir. En hvar í ósköpunum hefur meistari Megas haldið sig síðustu mánuði ?

Stefán (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Kristján Logason

Af því að blaðurmaðurinn hefur ekki verið á staðnum þá þegar mótmæli hafa verið veit hann ekki um alla hina tónlistamennina sem barið hafa bumbur og pottlok.

Hins vegar hefði verið gaman að sjá opinbera tónleika yngri hljómsveita gegn ástandinu svona eins og var í gamla daga en margir þora ekki að leggja nafn sitt við slíkt þar sem þeir óttast framtíð sína með slíkum gjörningi. Þannig er nú komið fyrir áhrifum þöggunarsamfélagsins.

Kristján Logason, 11.2.2009 kl. 09:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað með Björk og nýsköpun, Sigur Rós og náttúruvernd, eða nokkra af bestu trommuleikurum landsins sem tóku sig saman í mótmælunum við Alþingi um daginn, og fagnaðartónleika byltingarinnar þar sem XXX Rottweiler hundar voru aðalnúmerið ásamt fleiri "unglingahljómsveitum"? Þau eru öll yngri en bæði Bubbi og Hörður, með fullri virðingu fyrir þeim báðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.2.2009 kl. 10:14

5 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

fréttin er í heild sinni kjaftæði, mætti halda að Bubbi sjálfur hafi skrifað hana. Þessir "tónleikar" sem Egó hélt er gott dæmi um dulbúna auglýsingu en þeir eru að gefa út 17 laga disk en öll lögin fjalla víst um byltinguna. Bubbi tók sjálfur mjög mikinn þátt í þessu peningaæðiskjaftæði og ef ég man rétt (ef þetta er rangt má einhver endilega leiðrétta mig) þá auglýsti Bubbi sjálfstæðisflokkinn í sjónvarpinu fyrir síðustu kosningar. Tækifærissinni er réttnefni. Fyrir utan það þá er kommentið fyrir ofan mig mjög gott.

Björgvin Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 10:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ svona klúður er ekki bjóðandi í fjölmiðlum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 12:23

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst nú ekki góð blaðamennska að taka svona skýlausa afstöðu, þ.e. kalla það að berjast fyrir umbótum þegar menn mótmæla einu eða öðru. Fréttamennska á að vera hlutlaus, en hefur ekki verið það síðustu mánuði.

Sá eða sú sem skrifar þessa frétt ætti seint að fá að skrifa aðra.

Ingvar Valgeirsson, 12.2.2009 kl. 15:04

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband