Þetta er einfalt: Groddalegt efnahagshrun kallar á groddalegar lausnir

Ef þú lendir í því að skulda mikla peninga segir sig sjálft að þú þarft að greiða mikla peninga.

Eftir allt efnahagshrunið sem dunið hefur yfir okkur eru stjórnvöld ennþá í einhverju smá klappi í málunum. Það þarf stórvirk ráð til að eiga minnstu von um að komast út úr kreppunni.

Það er ekkert neikvætt við að álíta að það taki þjóðina a.m.k. tíu ára leiðindi að komast út úr því sem hér hefur gerst. Það þarf ekki annað en að líta á tölurnar til að sjá það. Neikvætt viðhorf? Nei, bara raunsætt.

Fólk skyldi almennt hafa það í huga að það sé best að læra strax að hafa gaman af litlu hlutunum í tilverunni í stað fyrra lífs í efnishyggjunni. Þannig er auðveldast að halda geðheilsunni.

Ennþá sé ég engin merki um það hugrekki sam þarf til að koma hlutunum í einhvern framsýnan farveg. Boltanum er bara rúllað á undan sér og hann vindur sig upp eins og ofvaxinn snjóbolti.

Það er ljótt að segja það, en samt hluti af jarðsambandi að viðurkenna að gjaldþrotayfirlýsing er jafnvel í kortunum, þjóðinni muni ekki takast að greiða þær þúsundir milljarða sem ætlast er til að við borgum. En til þess að hægt sé að meta það þurfa að fara birtast upplýsingar um hvað það er sem við raunverulega skuldum. Í dag veit það enginn, það er ekki einu sinni til nálgun í því efni þrátt fyrir alla þessa háttlaunuðu talnaspekinga okkar.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var virkilega þarft að hlusta á þessa tvo í Kastljósinu í gær.   Á þessu þarf að hamra fram að kosningum, svo fólk gleymi því ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2009 kl. 10:35

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 264913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband