Fyrir alla muni geymið IceSave fráganginn

Groddaleg staða kallar á groddaleg viðbrögð. Það ætti flestum að vera ljóst núna. Af þeim sökum mæli ég sérstaklega með því að ekki verði farið í neinar skuldbindingar varðandi IceSave með neinu hraði. Það liggur ekkert á því.

Þetta mál þarf að skoða út frá því sjónarmiði að hér sé um hamfarir að ræða út frá bankahruni í kjölfar hryðjuverkalaga og meðfylgjandi bótakröfu á Breta. Við þurfum að skoða vandlega hvort við ætlum að hafa þennan fjárhagsklafa í 10 ár eða meira og hafandi enga hugmynd um endanlega fjárhæð á hverju einasta mannsbarni þessa lands, 5, 10 eða jafnvel 15 milljónir.

Flýtum okkur hægt í IceSave málinu. Hafi ég einhvern tíma viljað draga lappirnar þá er það nákvæmlega hér.


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú reynir Steingrím og Sigmund að standa við yfirlýsingarnar.  Sammála með að það liggur ekki á að ganga frá Icesave málinu frekar en annarri skuldsetningu á þjóðina.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Haukur, ég er hjartanlega sammála þér um að setja IceSave málið á ís og það sem lengst ! Kannske opnast nýjar leiðir í því máli, allavega er hugsanlegt, að heimskreppan opni augu annarra þjóða fyrir rétti okkar, Íslendinga, til að fara með

IceSave málið fyrir dómstóla ?

Ég er samt vantrúaður á, að aðkoma VG undir vernd Framsóknar breyti svo nokkru nemi ástandinu í landinu, því miður ! Samfylkingin ( eða Samfylkingarnar ) er bara orðin enn reyndari mella en fyrr og mér finnst, að báðar gleðikonurnar í íslenskri pólitík eigi ganga í sömu sæng og gerast lesbíur. Það er að minnsta kosti við hæfi nú !

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 29.1.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hvað á þá að verða um Sjálfstæðishóruna?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.1.2009 kl. 10:01

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, spurning hvort Steingrímur standi við stóru orðin, eða þá hvort það er hægt.

Það virðist allavega vera samdóma álit allra löglærðra að þessi frysting eigna bankaeigendanna sé ekkert annað en draumórar eða lýðskrum.

Ingvar Valgeirsson, 29.1.2009 kl. 10:04

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

IceSave á að setja í salt, þessi ríkisábyrgð byggist á gjaldþroti eins banka en ekki heilu bankakerfi, þetta vildi ESB ekki gúddera þegar Íslendingar áttu í hlut, en hvað er upp á teningnum þegar þetta koma fyrir Frakka, þeir áttu að borga bankahrun í Evrópu einhverstaðar (man ekki nákvæmlega hvar), en já, nei þá átti þetta ekki við um ríkisábyrgð því þarna væri heilt bankakerfi að hrynja ekki einn banki, þetta var samai maður og var í forsvari fyrir ESB gegn okkur!!!!!!

Það lyggur því ekkert á með þetta IceSave dæmi, auk þess sé ég ekki ástæðu þess að Íslenska þjóðin eigi að ábyrgjast gerðir Íslenskra einkafyrirtækja erlendis.

Góðar stundir.

Sverrir Einarsson, 29.1.2009 kl. 13:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband