Ég er kominn heim

Ég var að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur á útvarpi Sögu og þar heyrði ég lagið Ég er kominn heim sem er nýtt í flutningi Bubba og Björns Jörundar. Varla var búið að spila lagið en að hlustandi hringdi inn og lýsti þeirri skoðun sinni að flutningur þeirra félaga væri stórkostleg afskræming á laginu. Já þeir félagar fengu þarna óvænta ádrepu, helstu hetjur íslensks popps í gegnum mörg ár. Hlustandinn taldi upp þrjá söngvara sem færu betur með lagið: Óðinn Valdimarsson, Björgvin Halldórsson og André Bachmann. Lauk samtalinu með því að Arnþrúður spilaði útgáfu  André. Annar hlustandi, Ámundi, taldi útgáfu Óðins Valdimarssonar óviðjafnanlega og Arnþrúður lék hana bara líka. Og auðvitað spilaði hún síðan útgáfu Björgvins að kröfu aðdáenda hans. Ég verð að játa að ég er sammála um að Óðinn skili þessu best þessara flytjenda, þetta er jú hans lag í hugum flestra.

Ég fór að hugleiða að smekkur fólks er margbreytilegur. Einhverjum þykir eflaust útgáfa Bubba og Björns Jörundar flott og framúrstefnuleg og mér flaug í hug að oft hefur maður ánetjast  vondum hlutum í gegnum tíðina og farið að þykja gott.

Náttúrulega vondir hlutir sem við ánetjumst er t.d. kaffi, áfengi, tóbak og ótal afbrigði af vondum mat. Allt eru þetta fyrirbrigði sem eru flestum í upphafi bragðvont en venst upp í það að verða ómissandi í mörgum tilvikum. Ég þekki mjög marga sem hafa lýst því hversu vont þeim þótti kaffi fyrst í stað.

Eins er þetta með lystina á listinni. Það sem einum þykir áheyrilegt í tónlist þykir öðrum hörmulegt. Í tónlist er dæmi um vonda söngvara sem verða ómissandi menn eins og áðurnefndur Björn Jörundur sem manni þótti hreint hörmung að heyra fyrst þegar hann byrjaði eins og skrækt og laglaust hænsni á sínum tíma. Hvernig datt mönnum eiginlega í hug að hampa honum sem söngvara? Með hækkandi aldri og meira umburðarlyndi hefur mér lærst að meta Björn Jörund og hann á sína fínu spretti í lögum sem hann á. Önnur dæmi um vonda söngvara sem maður fílar þó í tætlur eru t.d. Rod Stewart, Bonnie Tyler og ótal fleiri sem eru með blöndu af hæsi og grófleika sem viðkomandi tekst að nota sér til framdráttar og fá jafnvel út smekklega útkomu.

Bubbi er í annarri deild, hann er söngvari sem getur eiginlega það sem honum sýnist. Næstum allir þekktari söngvarar fyrri tíma höfðu áferðarfallegar raddir og voru tónvissir. Það er trúlega ekki fyrr en upp úr 1970 að almennt er farið að viðurkenna að vondir söngvarar geti gert "flott" lög. Nú þykir þetta ekkert tiltökumál. Enda er hægt að lagfæra hvaða tónvillinga sem er með tölvutækni t.d. forritum eins og Autotune og upptökur samtímans segja ekkert hvernig söngvarar eru raunverulega nema að hlusta á þá beint.

Okkur öllum til mikillar gleði, og endalausra skoðanaskipta, er að smekkurinn margbreytilegur og við þurfum ekki að þola eina ríkisrödd Marteins Mosdals.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þar verð ég að vera ósammála - mér finnst útgáfan hrein snilld. Þó er ég alls enginn Bubba-aðdáandi og skal fyrstur manna viðurkenna að útgáfan er ekki allra. En mér finnst þetta skemmtilegt.

Sýnir hvað smekkur manna er ólíkur.

Ingvar Valgeirsson, 18.4.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli þetta sé jarmið í Bubba hugsaði ég, þegar ég heyrði þetta og svo ennþá verra jarm í Birni Jörundi, sem svei mér þá er svo slæmur sönvari að hann fer í andstöðu sína.  Ja hérna, hver er eiginlega tilgangur þeirra með þessu ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2008 kl. 00:53

3 identicon

Ég veit það ekki én ég veit ekki betur en að Afabandið óþekkt hljómsveit að norðan hafi tekið þetta lag upp og látið meðlimi úr karlakór Akureyrar Geysi syngja meðs sér í millikaflanum, tær snilld, minnir svoldið á þegar Bjöggi lét karlakórinn syngja með sér í laginu "loksins ég fannþig". Þeir í Afabandinu eru að mínu mati með flottustu útsetninguna.

Kristín (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 264912

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband