Okrið á Íslandi íslendingum sjálfum að kenna

Hátt matvælaverð er aðallega vegna hárra verndartolla vegna þess að hér er verið að vernda íslenska smábændur frá útrýmingu. Ef ég man rétt þótti bara hæfilegt hér áður fyrr að bændur hefðu eðlilegt lifibrauð af því að reka bú með rúmlega 200 rollum og 15 beljum í fjósi. Ég veit ekki nákvæmar tölur en flestum er ljóst að tugir milljarða eru settir í það að vernda þá bændur sem eftir eru með því að okra á öllum landsmönnum. Við þurfum ekki að ganga í ESB til að lækka matvælaverð. Bara fella niður tolla með tveggja ára fyrirvara. Það er ekki boðlegt í nútíma samfélagi að ríkið styrki atvinnugreinar með þessum hætti. Það er alvarleg tímaskekkja.

Áfengisverð er eitthvert hið hæsta í heiminum. Það er líka vegna okurs ríkisins. Ef ríkið væri ekki í milljarðasóun í utanríkismálum, landbúnaðarmálum, menningarmálum, eftirlaunamálum, varnarmálum og öðru sem má orðið missa sig mætti búast við að áfengisverð gæti lækkað.

Álögur ríkisins á bílaeldsneyti er eitt hneykslið í viðbót. Til viðbótar milljarðasvindli olíufélaganna bætir ríkið um betur og nauðgar bíleigendum sem aldrei fyrr.

Þeir sem kosnir eru til þings og stjórnunarstarfa verða strax samdauna kerfinu og nýliðunum er kennt fljótlega að njóta ávaxtanna með hinum. Hvenær heyrið þið t.d. stjórnarþingmenn gagnrýna eitthvað sem hér hefur verið nefnt... ég heyri það aldrei.

Það er orðið löngu tímabært að stjórnvöld taki alla fjárþörf ríkisins til endurskoðunar og byrji á núllpunkti. Núllpunktur þýðir að réttlæta þurfi öll ríkisútgjöld út frá öðrum rökum en þeim að þetta hafi alltaf verið gert áður. 

Það eina sem getur hreyft við þessum málum eru stöðugar ábendingar til stjórnmálamanna. Það þarf að heyrast í fólki á milli kosninga ekki bara rétt fyrir kosningar. Látið í ykkur heyra ef þið þolið ekki okrið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég leyfi mér að spá fyrir um meiriháttar breytingar til góðs á næstu 4 árum. Hægri krata armur samfylkingarinnar er að brjótast út og láta í sér heyra eftir að hafa verið undir þumlinum á Sovét-Ingibjörgu, sem nú er upptekin í rusl embætti erlendis. Og loksins er risaeðlugeimveran Ljóða-Guðni Ágústsson farinn og framsóknarsorpið með honum, sem hefur passað upp á bændastéttina eins og þetta séu smábörn með bleyju. Og loksins hefur samfylkingin gefið eftir í þvermóðsku sinni og viðurkennt (alla veganna nokkrir aðilar innan hennar) að frjálst markaðshagkerfi er grundvöllur velferðarsamfélags. Þetta er allt í rétta átt, vona ég.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 18.7.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Sigurjón

Það er kannske hluti af hinu háa matarverði að verið sé að setja verndartolla á afurðir sem framleiddar eru hér á landi, en það er vízt einungis 6% af heildarpakkanum.  M.ö.o. landbúnaðarafurðir sem framleiddar eru hér á landi eru ekki nema 6% af meðal matarkörfunni.  Svo eru allir brjálaðir út af þessum tollum, en heildsalar og smásalar leggja mikið á allar vörur, mata krókinn og hlæja svo bara í laumi þegar bændum er kennt um ástandið.  Svei því!

Sigurjón, 19.7.2007 kl. 14:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband