Græðgi er góð!

Einhvern tímann var ég í þeirri góðu trú að þeir sem ættu stofnfjárhluti í Sparisjóðunum væru nokkurs konar velgjörðarmenn sem leyfðu ónýttum afgangspeningum að dvelja þarna öðrum til hagsbóta?

Einhvern tímann var ég í þeirri góðu trú að hagnaður sparisjóða ætti skv. lögum þeirra að renna til góðgerðarstarfsemi eða eitthvað í þágu samfélagsins?

Undanfarin ár hefur komið sami græðgisbragur á eigendur stofnfjár í sparisjóðum að það læðist að manni sá ljóti grunur að óprúttnir aðilar hafi lagt þetta á ráðin og sankað að sér stofnfjárhlutum vitandi að hverju stefndi.

Sparisjóðum er stjórnað af mönnum sem eiga ekkert voðalega mikið í honum líkt og stjórnarfyrirkomulag var á þeim samvinnufyrirtækjum sem sumir Framsóknarmenn hafa sölsað undir sig.

Ísland er að mínum dómi að verða ein alfremsta þjóð í allsherjar græðgisvæðingu. Út um allt samfélagið eru menn að reyna að stela helstu náttúruauðlindum og nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og orku- og veitustofnunum í auðgunarskyni.

Hver sagði: "Græðgi er góð!"? 


mbl.is SPRON verður hlutafélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það var Gekko í myndinni Wall Street

Ólafur Jóhannsson, 17.7.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu hlutafar hinir mynni hafa ekkert um þetta að segja/nokkrir ráðendur ráða þessu bara  framkvæma/Græðgi er það og ekkert annað /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 18.7.2007 kl. 10:58

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gordon Gekko fullu nafni - eru verðlaun?

Annars heitir þetta ekki sparisjóður lengur, er það? Heitir það ekki Byr?

Ingvar Valgeirsson, 18.7.2007 kl. 19:58

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

En græðgin er góð

Hún er mikill orkugjafi fyrir sitt fólk og athafnahvati, en má að vísu ekki vera aðal stjórnandinn.

En er hægt annað en dáðst að því hvernig henni hefur tekist að breita samfélaginu á Íslandi, á svona stuttum tíma

Verst með þennan feril græðginnar að éta sjálfa sig fyrir rest, því hún er aldrei mett.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.7.2007 kl. 21:27

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband