Varnir Íslands - Verjast hverjum? - Hvað kostar það?

Mér finnst einhvern veginn orðið neyðarlegt að fylgjast með tilraunum Geirs Haarde og fleiri við að reyna finna einhverja til að verja Ísland. Verja Ísland og þá fyrir hverjum má ég þá spyrja?

Það eina sem kemur upp í hugann eru hugsanlegar hefndaraðgerðir frá austurlöndum þar sem okkur væri refsað fyrir að styðja stríðsreksturinn í Írak. Að öðru leyti steðjar engin ógn að Íslandi. Loftsteinar og náttúruhamfarir eru mun meiri ógn.

Besta vörn íslendinga er falin í því að lýsa stuðninginn við Íraksstríðið mistök og draga okkur út úr öllu hernaðarbrölti með NATO. Ég skil ekki hvernig nokkur maður getur varið það að við séum að senda fólk til Afganistan og Íraks í "friðartilgangi" þegar augljóst er flest öllum að þetta hernaðarflandur vesturlanda er orðin helsta ógæfa fólks í þessum heimshluta.

Ég fullyrði að það er meira við þessa fjármuni að gera heldur en að kasta þeim í hernaðartilburði og má þar nefna öldrunar-, öryrkja-, félags-, heilbrigðis- og tryggingarmál svo fátt eitt komi upp í hugann. Núverandi stjörnvöld hafa setið of lengi og bera ekki lengur nokkurt skynbragð á hvernig verja skuli skatttekjum landsmanna. 

Ég ætti eftir að sjá að við íslendingar myndum sætta okkur sjálfir við svona afskipti af innanríkismálum okkar ef til kæmi.

Ofsóknaræði Geirs, Björns og fleiri birtist í tilhneigingu til að hafa óþarfa afskipti af fjarlægum þjóðum sem við vitum lítið sem ekkert um. Einnig óþarfa hnýsni í málefni hér heima sem á ekkert skylt við eðlilegt eftirlit með borgurum þessa lands. Ef þeir verða kosnir aftur í stjórn verða fljótlega sett á koppinn  leyniþjónusta og "greiningardeildir" og fleira sem ofsóknaræðið óhjákvæmilega kallar á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú spyrð, þá dettur mér strax í hug Tyrkjaránið.   Eins og staðan er hérna í dag, þá þyrfti ekkert sérlega vel vopnum búið sjóræningjaskip til að gera mikinn óskunda hér - nú þegar allur fælingarmáttur er á braut gæti Ísland verið freistandi skotmark.    Þá sé ég fyrir mér að ef þú vildir ná völdum hér á fljótvirkan hátt og án þeirrar miklu fyrirhafnar sem það kostar eftir lýðræðislegum leiðum, þá myndi líklega duga fyrir þig að ráða eins og einn flugvélafarm af léttvopnuðum málaliðum til að yfirbuga valdsstjórnina og taka yfir.

Ef þú vilt láta taka þig alvarlega, þá mæli ég með að þú takir öryggismál þjóðarinnar alvarlega og sakir ekki þá sem vilja gera það um ofsóknaræði.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:27

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður,

Öryggismál eru í ágætum farvegi hjá lögreglu og landhelgisgæslunni. Það eru engar varnir til gegn því sem þú lýsir. Það að taka völdin hér í nokkra klukkutíma eða daga er kannski ekki ómögulegt en það heldur aldrei. Tyrkjaránið var framið af Alsíringum og þú ert kannski ekki mikið í takt við tímann... sjóræningjaskip? Eru þau mikið á ferðinni núna? Léttvopnaðir málaliðar? Manni gæti dottið í hug að þú horfir á slatta af kvikmyndum í ætt við t.d. "Pirates of the carribbean" og "Con air".

Höldum okkur frekar við umræðu af viti. 

Haukur Nikulásson, 20.2.2007 kl. 10:40

3 identicon

Já, endilega reyndu að halda þig á vitrænum nótum.  Ég vildi bara benda þér á að í dag erum við gjörsamlega varnarlaus og það þyrfti ekki merkilega aðila til að vinna mikið tjón á skömmum tíma.  

Þú greinilega skilur ekki punktinn hjá mér fyrst þú reynir að gera lítið úr mér hvað varðar vísun mína aftur á bak í tímann.  Ég hef því miður ekki séð þessar bíómyndir sem þú vísar í, enda líkar mér betur að halda mig við raunveruleikann og sögulegar staðreyndir.   Þú mættir kannski taka það til athugunar.

Þegar varnarliðið var hérna og hafði m.a. yfir að ráða öflugum orrustuþotum, var til staðar fælingarmáttur, sem gerði að verkum að engum datt í hug að ráðast á okkur, a.m.k. ekki af þeim toga sem ég benti á.   

Varnargeta lögreglu og Landahelgisgæsli?   Þú hlýtur að vera grínast!  

Sigurður J. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:15

4 identicon

Áhugaverður fróðleikur um sjóræningja hér.   Skv. þessu er sjóræningjabransinn i dag ansi stór,  veldur tjóni upp á yfir 1.000 milljarða á hverju ári.  

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:41

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður,

Hvar og hver er óvinurinn sem ógnar okkur?

Finnst þér svona "innrás" vera í alvöru meiri en hættan af náttúruhamförum?

Hvað í veröldinni fær þig til að hafa öryggiskennd vegna t.d. 4 orrustuþotna?

Fræðilega séð gæti komið til innrásar og hryðjuverka, ég tel hættuna hins vegar vera það litla að hún sé ekki þess virði að setja í það stóra fjármuni. Ég vil, sem fyrirbyggjandi þátt, að við hættum með öllu þátttöku í hernaðarbrölti og óþarfa afskiptum af fjarlægum þjóðum. Það dregur úr hættu af hefndaraðgerðum.

Ég tel að við höfum bara meira við fjármuni að gera við að sinna raunverulegum vandamálum en þau sem mér finnast ímynduð.

Það var ekki ætlunin að móðga þig með athugasemdum mínum og biðst afsökunar á því, en ég á það til að vera of beinskeyttur. Ég skil þessa skoðun þína og fylgdi henni sjálfur þar til augu mín opnuðust eftir að kalda stríðinu lauk. Leyfum okkur að vera ósammála. Það er líka heimilt.

Haukur Nikulásson, 20.2.2007 kl. 11:54

6 identicon

Íslenskan her er vissulega bráðnauðsynlegt að stofna. Það er vissulega ekki minni innrásarhætta á Íslandi en í öðrum nágrannaríkjum okkar, sem halda úti herafla í fyrsta lagi. En einnig er svipuð ef ekki meiri hryðjuverkaógn.

Til þess að skilja þessa ógn þurfa menn að lesa skrif nútíma herfræðinga, bækur Karl Marx og annarra manna eiga ekki við. Þó er Klauzewits of Sun Tzu ennþó vel nothæfir og í raun bráðnauðsynlegir til að ná heildarsamhengi mála.

Íslenskur her yrði jafnframt fjölhæft tæki. Hann yrði mikilvægur og góður hlekkur í almannavörnum og viðbrögðum við hvers konar vá þar sem nauðsynlegt er að búa yfir fjölda vel þjálfaðra og agaðra einstaklinga. En nú fer virkum íslenskum björgunarsveitarmönnum mjög fækkandi.

Fjármunir sem færu í varnarmál geta verið mismiklir. Rekstrarkostnaður eins herfylkis vélvædds fótgönguliðs væri um 3 milljarðar króna á ársgrundvelli. Þannig að eðlilegt magn herliðs, eða um 2000 manna fastaher kostaði kannski um 12 milljarða á ársgrundvelli. Eðlileg útgjöld til varnarmála væru, hinsvegar, seint minni en 20 milljarðar á ársgrundvelli. Í raun hefur hagvöxtur verið svo mikill á síðustu árum að hægt væri að stofna einn her milli fjárlaga án þess að breyta öðrum útgjaldaliðum, slíkt er efnahagslegt afl Íslendinga.

Varnarhagsmunir Íslendinga eru miklir. Ísland er stærra en mörg milljóna manna ríki og með hækkandi hitastigi eykst verðgildi og mikilvægi þess lands. Allt yfirráðasvæði Íslendinga er jafnframt stærra en yfirráðasvæði Þjóðverja, Pólverja og Úkraínumanna, svo nokkur dæmi séu tekin. Ísland er hlutfallslega verst varðasta land í heimi miðað við flatarmál yfirráðasvæðis. Í framtíðinni þætti mörgum þetta hugsanlega bitastætt skotmark til landvinninga.

Menn stofna ekki her á einum degi. Hann þarf að rækta upp á nokkrum tíma og æfa vel. Varnaraðferðir þarf að finna upp og nýta hugvit Íslendinga til þess. En annars er Ísland mjög auðvelt að verja. Miðað við landafræðina, mannfjölda og efnahagsafl, þá er líklegt að Íslendingar gætu varist næstum öllum nema öflugustu herveldum heims í dag.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:48

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband