Ætlast þeir til að þessu sé trúað

Ég hef aldrei vitað að verktakar geri meira en þeir fá borgað fyrir. Tré sem setja á niður aftur væru einfaldlega látin liggja þarna eins og starfsmaður í Heiðmörk benti réttilega á.

Ætlast þeir til í alvöru að því sé trúað að þeir hafi ætlað að flytja trén til baka og gróðursetja aftur?

Halda þeir að fólk trúi því að þeir hafi ætlað að passa upp á þessi tré í Hafnarfirði?

Hversu heimskt halda þeir að fólk sé?

Ég skil ekkert í fulltrúa Kópavogsbæjar að hjálpa verktakanum að reyna að ljúga sig út úr þessu. Hér hefði betur dugað að hylma yfir með þögninni einni saman. Sumir hafa bara ekki kunnáttu til þess. Eins og oft áður er þjófnaður oft heimskulegur og í þessu tilviki er yfirhylmingartilraunin enn heimskulegri.


mbl.is Segir um 30 tré úr Heiðmörk í geymslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... og þótt bæjarstjórinn í Kópavogi/Klæðningu ehf. hafi 'aðeins' gerst sekur um yfirhylmingu, ber bæjarstjórn Kópavogs/Klæðningar ehf. að víkja honum úr starfi á meðan á rannsókn þessa sakamáls stendur.

... og þar til bært yfirvald ber að svipta Klæðningu ehf. starfsleyfi. Áframhaldandi starfsemi þessa verktakafyrirtækis er eins og að leyfa sjálfvirkri fallbyssu að ganga lausri á Stór-Kópavogssvæðinu.

Gapripill (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 08:59

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband